Framkvæmdasjóður ferðamannastaða mun greiða 80 prósent

skogafoss jeremy goldberg

Nú þurfa þeir sem fá fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að fjármagna helming af kostnaðinum. Á þessu verður verulega breyting á næstunni. Nú þurfa þeir sem fá fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að fjármagna helming af kostnaðinum. Á þessu verður verulega breyting á næstunni.
Frá ársbyrjun 2012 hafa 448 verkefni fengið vilyrði um styrk úr Framkvæmdastjóði ferðamannastaða en aðeins þriðjungi þessara verkefna er lokið. Hátt í milljarður króna lá því ósóttur í sjóðnum í lok síðasta árs líkt og sjá má á töflunum hér fyrir neðan. 
Styrkir úr sjóðnum mega í mesta lagi standa undir helmingi af kostnaðaráætlun hvers verkefnis og samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu er ein helsta ástæðan fyrir stöðu framkvæmdasjóðsins sú að styrkþegar þurfa oft sjálfir að brúa stórt bil og það hefur reynst mörgum erfitt. Í viðtali á Sprengisandi í gær sagði hins vegar Ragnheiður Elín Árndadóttir, ferðamálaráðherra, að mótframlag styrkþega yrði lækkað niður í fimmtung. 

Passa upp á náttúruna

Í viðtalinu sagði Ragnheiður Elín jafnframt að það væri mikið álag á náttúruna vegna fjölda ferðamanna. „Við verðum að hafa nauðsynlega innviði til að taka á móti þessum fjölda vegna þess að yfir áttatíu prósent ferðamanna segjast vera að koma hingað vegna náttúrunnar. Og þá verðum við að passa upp á að hún sé í góðu standi til þess að geta tekið við öllum þessum fjölda.“
Sjá nánar í frétt Miðjunnar.