Hótel fyrir Instagrammara

ION við Þingvelli er eitt af þeim hótelum sem mælt er með að ljósmyndarar tékki sig inn á. ION við Þingvelli er eitt af þeim hótelum sem mælt er með að ljósmyndarar tékki sig inn á.
Hefðbundið herbergi á amerísku keðjuhóteli ratar sennilega sjaldan inn á mynd enda fátt eða ekkert myndrænt við þær ópersónulegu vistaverur sem stóru hótelfyrirtækin komast upp með að bjóða upp á. Blessunarlega eru hins vegar víðast hvar til gististaðir þar sem lagður er metnaður í útlitið og reynt að gera hótelið að einum af hápunktum ferðalagsins.
Á hótelvefnum Tablet er að finna mikið úrval af þess háttar gistingu og nú hafa forsvarsmenn síðunnar valið níu hótel sem þeir segja þau myndrænustu og ekki skemmir fyrir að útýnið út um gluggana er líka glæsilegt. ION við Þingvelli er annað af tveimur hótelum í Evrópu sem kemst á blað. En eins og sjá má þá þarf að halda nokkuð langt út í heim til að prófa hin hótelin á listanum og flest þeirra eru líka í dýrari kantinum.
Hótel fyrir ljóstmyndara:
MANDARIN ORIENTAL, New York
THE OBEROI AMARVILAS, Agria í Indlandi
GALAPAGOS SAFARI CAMP, Galapagos
LOS CAUQUENES RESORT & SPA, Ushuaia í Argentínu
CHILTERN FIREHOUSE, London
EXPLORA RAPA NUI, Páskaeyju
HONEYGUIDE TENTED SAFARI CAMPS, Kruger þjóðgarðinum í S-Afríku
ANANTARA GOLDEN TRIANGLE ELEPHANT CAMP & RESORT, Chiang Rai í Taílandi
ION ADVENTURE HOTEL við Þingvelli