Sigló Hótel er hástökkvari á Íslandslista Tripadvisor

Þeir íslensku og reykvísku gististaðir sem skipa lista Tripadvisor yfir þá bestu nú í ársbyrjun.

siglo hotel

Góðar umsagnir frá gestum á Tripadvisor eru líklega ein besta kynning sem gististaðir geta fengið. Útbreiðsla þessa vinsæla ferðavefs er nefnilega mjög mikil og dómarnir sem þar birtast eru einnig notaðir á fjöldamörgum hótelbókunarsíðum. Það skiptir því sköpum að komast ofarlega á lista vefsins fyrir hvert svæði fyrir sig.

Í sumar birti Túristi upptalningu yfir þau 10 íslensku hótel sem þá voru efst á blaði hjá Tripadvisor og sjö þeirra eru þar enn. Íbúðahótelin Black Pearl og Reykjavík Residence Hotel sitja til að mynda áfram í efstu tveimur sætunum. Hið nýja hótel á Siglufirði, Sigló Hótel, er hins vegar nýtt á lista og fer alla leið upp í þriðja sætið. Hótel Skuggi í Reykjavík og Geo Hótel í Grindavík eru einnig komin á topplista Tripadvisor en báðir þessir gististaðir eru nýir af nálinni líkt og Sigló Hótel. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan eru hótel með íbúðum áberandi á lista Tripadvisor.