Kanadísk flugmálayfirvöld hafna Iceland Expess módelinu

newleaf

Flugmálayfirvöld í Kanada segja aðeins flugrekendur notast við heitið flugfélag í markaðssetningu á áætlunarflugi. Þar með stefna þau í hættu rekstri ferðaskipuleggjandi sem ætlaði að feta sömu leið og Iceland Express og WOW air fóru á sínum tíma Flugmálayfirvöld í Kanada segja aðeins flugrekendur notast við heitið flugfélag í markaðssetningu á áætlunarflugi. Þar með stefna þau í hættu rekstri ferðaskipuleggjandi sem ætlaði að feta sömu leið og Iceland Express og WOW air fóru á sínum tíma.
Í þau tíu ár sem Iceland Express hélt uppi áætlunarflugi til og frá Íslandi var félagið aldrei með flugrekstrarleyfi. Fyrirtækið fékk því erlenda aðila með tilskilin flugrekstrarleyfi til að annast flugið fyrir sig. WOW air fylgdi sama módeli í upphafi en fékk sitt eigið flugrekstrarleyfi í október árið 2013.

Allir mega nota heitið flugfélag

Töluverð umræða varð um þetta fyrirkomulag haustið 2012 þegar WOW air tók yfir Iceland Express. Þá sagði nefnilega í tilkynningu frá WOW air að fyrirtækið hefði tekið tekið yfir allan flugrekstur Iceland Express. Í kjölfarið benti Flugmálastjórn, nú Samgöngustofa, á að svo hefði ekki verið og í tilkynningu stofnunarinnar sagði jafnframt: „…hugtakið flugfélag ekki skilgreint í lögum um loftferðir né kemur fyrir í reglugerðum byggðum á þeim lögum. Hvaða aðili sem er getur því í raun nefnt starfsemi sína flugfélag og ferðaskipuleggjendurnir Iceland Express og WOW air hafa gert það.“ 

Norðmenn og Kanadamenn banna íslensku leiðina

Með þessari yfirlýsingu gáfu íslensk flugmálayfirvöld það út að notkun á heitinu flugfélag er ekki aðeins bundin við fyrirtæki með flugrekstrarleyfi. Skömmu áður höfðu hins vegar norsk yfirvöld bannað þarlendu flugfélagi að fara íslensku leiðina og í síðustu viku gerðu starfsbræður þeirra í Kanada það sama. Þá neituðu kanadísk flugmálayfirvöld ferðaskipuleggjandanum Newleaf um leyfi til að starfrækja nýtt áætlunarflug sitt á sömu forsendum og Iceland Express og WOW air gerðu. Félagið hefur því seinkað jómfrúarflugi sínu og neyðst til að endurgreiða þá farmiða sem seldir höfðu verið. Forsvarsmenn Newleaf hafa hins vegar ekki gefið upp vonina og biðja Kanadamenn um að leggja sér lið með því að senda póst á samgönguráðherra landsins og biðja hann um að beita sér í málinu. 

Fagnar komu WOW til Kanada

Jim Young, forstjóri Newleaf, bendir á, svari til Túrista, að í dag fljúgi um 5 milljónir Kanadamanna yfir landamærin til Bandaríkjanna með bandarískum lággjaldaflugfélögum. „Við viljum hafa möguleika á því sama héðan frá Kanada.“ Young segist hins vegar fagna því að WOW air ætli að hefja flug til landsins í vor og segir það spennandi að geta boðið farþegum íslenska flugfélagsins að ferðast áfram með Newleaf til annarra áfangastaða í Kanada. En Newleaf hyggst, fyrst um sinn, einbeita sér að flugi til borga sem stóru flugfélögin sinna ekki sérstaklega í dag.