Nærri fjögur þúsund íslensk gist­i­rými hjá Airbnb

Umsvif Airbnb aukast hratt á Íslandi og fyrir­tækið hefur á sínum snærum umtals­vert fleiri herbergi en þrjár stærstu hótelkeðjur landsins saman­lagt. Umsvif húsnæð­is­leigu­síð­unnar Airbnb halda áfram aukast hratt á Íslandi og fyrir­tækið hefur á sínum snærum umtals­vert fleiri herbergi en þrjár stærstu hótelkeðjur landsins saman­lagt.
Fjöldi þeirra íbúða og herbergja hér á landi sem auglýst eru til skamm­tíma­leigu á vef Airbnb hefur ríflega tvöfaldast síðast­liðið ár. Í dag eru þar að finna 3.903 auglýs­ingar á íslenskum gist­i­rýmum en þær voru rúmlega sautján hundruð í byrjun síðasta árs. Aukn­ingin undan­farna tólf mánuði nemur því 124 prósentum samkvæmt svari Airbnb við fyrir­spurn Túrista. Í október sl. voru gisti­kost­irnir 3.547 talsins þannig að viðbótin, síðustu 3 mánuði, nemur ríflega tíund eða um 400 rýmum. Til saman­burðar eru 320 herbergi á Foss­hótel við Höfða­torg, stærsta hóteli landsins.
Með þessum hraða vexti eykst líka vægi Airbnb á íslenska mark­aðnum og í dag hefur fyrir­tækið á sínum snærum fleiri gist­i­rými en stærstu hótelkeðjur landsins saman­langt. Á gisti­stöðum Íslands­hótela, Icelandair Hotels og Kea hótela eru í dag samtals 2.829 herbergi eða um eitt þúsund færri rými en finna á vef Airbnb. 

Leigja út í 22 daga á ári

Herbergja­fjöldi hótela og skrán­ingar á Airbnb eru hins vegar ekki alveg saman­burð­ar­hæfar tölur. Fyrir það fyrsta þá er stór hluti þeirrar gist­ingar sem boðin er hjá Airbnb aðeins fáanleg hluta af ári og kann­anir fyrir­tæk­isins í Danmörku hafa t.a.m. sýnt að þar er hver gisti­kostur í boði í að jafnaði 22 daga á ári. Í annan stað þá eru skrán­ing­arnar hjá Airbnb ekki bundnar við herbergi því þar eru líka að finna íbúðir, einbýl­ishús og sumar­bú­staði sem þá rúma miklu fleiri gesti en hefð­bundið hótel­her­bergi. Í þriðja lagi þá getur leigu­sali hjá Airbnb haft inni fleiri en eina auglýs­ingu fyrir sömu eignina, til dæmis ef hann leigir stundum út herbergi en alla íbúðina aðra daga. 

Íslend­ingar og útlend­ingar bóka í auknum mæli

Á sama tíma og gistiframboð á vegum Airbnb á Íslandi hefur aukist um 124 prósent þá fjölgaði gestum fyrir­tæk­isins hér á landi um 156 prósent síðuð­ustu 12 mánuði. Forsvars­menn fyrir­tæk­isins vilja hins vegar aðeins gefa upplýs­ingar um hlut­falls­legar breyt­ingar en ekki nákvæman fjölda gesta.
Íslend­ingar nýta sér líka þjón­ustu Airbnb í auknum mæli og fjölgaði íslenskum leigj­endum hjá fyrir­tækinu síðustu 12 mánuði um níutíu af hundraði.
VILTU FÁ FERÐAFRÉTTIR OG TILBOÐ Í TÖLVUPÓSTI? SKRÁÐU ÞIG ÞÁ Á PÓSTLISTA TÚRISTA