Ódýrustu flugmiðarnir í apríl lækka hjá öllum flugfélögum

london louis llerena

Ef stefnan er sett á Lundúnir, Ósló eða Kaupmannahöfn eftir 12 vikur þá kostar farið til allra þessara borga minna núna en á sama tíma í fyrra. Ef stefnan er sett á Lundúnir, Ósló eða Kaupmannahöfn eftir 12 vikur þá kostar farið til allra þessara borga minna núna en á sama tíma í fyrra.
Fyrir akkúrat ári síðan kostaði ódýrasta farið til höfuðborgar Bretlands, upp úr miðjum apríl, um 30 þúsund krónur. Í dag er hins vegar hægt að fá miða þessa sömu daga fyrir rúmar 22 þúsund krónur. Lægsta farið til Kaupmannahafnar hefur sömuleiðis lækkað úr 33 þúsund í 29 þúsund og til Óslóar má komast fyrir rúmar 17 þúsund eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Þar sést einnig að öll þau flugfélög sem fljúga til borganna þriggja bjóða í dag lægra verð í viku 16 en þau gerðu í fyrra. Aukin samkeppni á flugleiðunum kann að vera skýringin því nú býður British Airways upp á flug hingað frá London og í mars bætir SAS við áætlunarflugi hingað frá Kaupmannahöfn. 
Farmiðar í lok næsta mánaðar eru hins vegar mun dýrari og þá sérstaklega til Bretlands eins og sést á neðri myndinni.