Ryanair breikkar bilið milli sæta

ryanair ahofn rymi

Forsvarsmenn Ryanair hafa verið uppteknir við að bæta ímynd félagsins síðustu misseri og nú er kominn tími á andlitslyftingu á farþegarýmum flugflotans. Forsvarsmenn Ryanair hafa verið uppteknir við að bæta ímynd félagsins síðustu misseri og nú er kominn tími á andlitslyftingu á farþegarýmum flugflotans.
Það dylst engum sem sest upp í flugvél á vegum Ryanair að félagið er lággjaldaflugfélag. Sætisbökin eru föst í uppréttri stöðu, öryggisleiðbeiningarnar eru límdar á stólana og í hátalakerfinu er jafnt og þétt verið að auglýsa veitingar, tollfrjálsan varning eða happdrættismiða. Gulir veggir einkenna svo farþegarýmið og ramma þannig inn hina ódýru ímynd sem félagið hefur.

Fara klassískar leiðir

Síðustu misseri hafa stjórnendur félagsins hins vegar reynt að skapa félaginu ögn virðulegri sess í hugum farþega og gjörbylt heimasíðu félagsins, bætt stórum flughöfnum við leiðakerfið og fellt niður nokkur aldræmd gjöld. Og nú er svo kominn tími á flugvélarnar sjálfar því nýverið var hulunni svipt af betrumbættu útliti á farþegarýmum nýjustu Boeing 737-800 flugvélanna sem félagið er nú að taka í notkun. Þar verður boðið upp á nýmóðins sæti sem bjóða upp á aukið fótapláss og gulu veggirnir eru víðsfjarri. Í stað þess er notast við klassíska liti sem stinga ekki í stúf líkt og sá skærguli gerði. Áhafnir félagsins fá einnig nýja einkennisbúninga.

Sjarmaherferðin borgar sig

Helsta ástæðan þess að forsvarsmenn Ryanair fóru út í þessar breytingar var sú að verulega var farið að hægja á vexti félagsins og ímynd þess var ekki góð. Hún þótti of ruddaleg og axlaði forstjórinn sjálfur sína ábyrgð á því enda verið óhræddur við að móðga keppinauta og láta ósátta farþega heyra það. Átakið hefur borgað sig því Ryanair bætir á ný farþegamet sín mánuð eftir mánuð.
TENGDAR GREINAR: FÁKLÆDDAR FLUGFREYJUR SYNGJA SITT SÍÐASTABANNA ÁFENGI Í FLUGI FRÁ GLASGOW