Farmiðar til Los Angeles og San Francisco fara bráðlega í sölu

sanfrancisco losangeles flug

Áætlunarflug WOW air til Kaliforníu hefst í sumar en í dag er ekki flogið þangað beint frá Keflavíkurflugvelli. Farþegum WOW fjölgaði um helming í fyrra. Áætlunarflug WOW air til Kaliforníu hefst í sumar en í dag er ekki flogið þangað beint frá Keflavíkurflugvelli. Farþegum WOW fjölgaði um helming í fyrra.
Í byrjun nóvember tilkynntu forsvarsmenn WOW air að bandarísku borgirnar Los Angeles og San Francisco myndu bætast við leiðakerfi félagsins um mitt þetta ár. Þetta verður í fyrsta skipti sem boðið er upp áætlunarflug héðan til Los Angeles en Icelandair flaug til San Francisco á árunum fyrir hrun en þó aðeins yfir aðalferðamannatímann. WOW air ætlar hins vegar að fljúga til beggja þessara áfangastaða allt árið um kring. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, hefst sala á farmiðum til borganna tveggja síðar í þessum mánuði.

Um 740 þúsund farþegar

Með fluginu til Los Angeles og San Francisco verða áfangastaðir WOW í Bandaríkjunum fjórir talsins en frá því í vor hefur félagið boðið upp á allt að reglulegar ferðir til Boston og Washington. Samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag þá hefur sætanýtingin í fluginu vestur um haf verið að jafnaði 88 prósent í hverjum mánuði og alls flutti WOW um 740 þúsund farþega á síðasta ári. Það er helmingsaukning frá árinu á undan.