Sjö ferðir á dag til London í desember

london louis llerena

Höfuðborg Bretlands er sem fyrr sá áfangastaður sem oftast er flogið til frá Íslandi. Ferðunum þangað hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Höfuðborg Bretlands er sem fyrr sá áfangastaður sem oftast er flogið til frá Íslandi. Ferðunum þangað hefur fjölgað hratt síðustu mánuði.
Yfir vetrarmánuðina eru Bretar fjölmennasti hópur ferðamanna hér á landi og það endurspeglast í flugáætlun flugfélaganna. Í desember var til að mynda flogið til borgarinnar um sjö sinnum á dag eða samtals 213 sinnum í mánuðinum. Fjölgaði ferðunum um 46 frá því í desember 2014 eða 27,5 prósent eins og taflan hér fyrir neðan sýnir. Megin ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er nýtt áætlunarflug British Airways hingað frá Heathrow flugvelli og ný flugleið easyJet frá Stansted. 
Umferð til Washington og Boston í Bandaríkjunum hefur aukist enn meira á milli ára enda hóf WOW air áætlunarflug til þessara borga síðastliðið vor. Kaupmannahöfn og Ósló eru þó áfram þær borgir sem koma næst á eftir Lundúnum þó flugumferð til skandinavísku borganna tveggja standi nær í stað.

VILTU FÁ TÚRISTAGREINAR OG FERÐATILBOÐ Í PÓSTHÓLFIÐ ÞITT? – SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í PARÍS