Sjö flugfarþegar á dag teknir með byssu og flestar hlaðnar

byssur 2015

Vopnaleitin á bandarískum flugvöllum stendur undir nafni því þar þarf reglulega að afvopna farþega og aldrei jafn marga í fyrra. Vopnaleitin á bandarískum flugvöllum stendur undir nafni því þar þarf reglulega að afvopna farþega og aldrei jafn marga í fyrra.
2.653 skotvopn voru gerð upptæk á bandarískum flugvöllum í fyrra og í 83 prósent tilfella voru vopnin hlaðin. Að jafnaði voru því sjö byssur á dag teknar af farþegum þar í landi allt árið í fyrra samkvæmt ársuppgjöri Samgönguöryggisstofnunnar Bandaríkjanna. Aldrei áður hafa jafn mörg skotvopn fundist á flugfarþegum í Bandaríkjunum og nemur aukningin fimmtungi frá árinu 2014 en á sama tíma jókst umferðin um bandarískar flughafnir um sex prósent. Það verður sem sagt algengara að farþegar í Bandaríkjunum reyni að komast um borð í flugvélar með vopn á sér eða í farangri. 
Vandamálið er þó mismikið eftir flugvöllum en alvarlegast er það þar sem byssueign er útbreiddust og algengt að fólk gangi um með vopn innanklæða. Flugvellir í Texas-fylki eru til að mynda áberandi á listanum hér fyrir neðan. 

Þeir bandarísku flugvellir þar sem flest vopn voru gerð upptæk árið 2015:
1. Dallas/Fort Worth flugvöllur (Texas): 153 byssur
2. Hartsfield-Jackson í Atlanta (Georgía): 144 byssur
3. George Bush flugvöllur í Houston (Texas): 100 byssur
4. Denver flugvöllur (Colorado): 90 byssur
5. Phoenix Sky Harbor (Arizona): 73 byssur
6. Nashville International (Tennessee): 59 byssur
7. Seattle-Tacoma (Washington : 59 byssur
8. Dallas Love Field (Texas): 57 byssur
9. Austin-Bergstrom (Texas): 54 byssur
10. William P. Hobby (Texas): 52 byssur

Það er hins vegar ekki ólöglegt að taka með sér byssu í flug og í þessu myndbandi frá Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna er farið yfir reglurnar sem gilda um vopn í farangri.