Spánarstrendur gætu orðið þéttskipaðar í sumar

strond sarah machtsachen

Ertu að spá í Spánarferð í sumar? Ef svo er þá ertu hluti af mjög stórum hóp fólks sem setur stefnuna á þetta vinsæla ferðamannaland í ár. Ertu að spá í Spánarferð í sumar? Ef svo er þá ertu hluti af mjög stórum hóp fólks sem setur stefnuna á þetta vinsæla ferðamannaland í ár.
Ótryggt ástand í sumum þeirra landa sem vanalega taka á móti sólþyrstum Evrópubúum gæti orðið til þess að fleiri ferðamenn taki stefnuna á gamalkunn mið í sumar. Í Bretlandi hefur sala á sumarferðum til Spánar og Portúgals farið vel af stað og telja forsvarsmenn ferðaskrifstofanna þar í landi að eftirspurnin eftir ferðum til þessara landa eigi eftir að verða mikil í ár samkvæmt frétt Monocle. Þar kemur einnig fram að bandarískir ferðamenn eru sagðir spenntari fyrir Lissabon og Barcelona í ár en til að mynda heimsókn til Beirut. 

Íslenskar ferðaskristofur með allt undir á Spáni

Stærstu ferðaskrifstofur landsins Vita, Heimsferðir og Úrval-Útsýn bjóða allar nær eingöngu upp á sólarlandaferðir til Spánar í sumar en þær tvær fyrrnefndu eru einnig með ferðir til grísku eyjunnar Krítar. Þetta er í takt við síðustu ár þar sem bróðurpartur ferðanna er til Spánar. Hins vegar er Nazar með mikið úrval ferða á tyrkneskar strendur í nágrenni við Antalya.