Reyna að koma fleirum í ferðir til Kanarí eða Tenerife

tenerife stor

Flugfélög og ferðaskrifstofur bjóða nú ódýrar ferðir sínar til spænska eyjaklasans í lok mánaðar. Fjölgun flugferða þangað hefur áhrif á fargjöldin. Flugfélög og ferðaskrifstofur bjóða nú ódýrar ferðir sínar til spænska eyjaklasans í lok mánaðar. Fjölgun flugferða þangað hefur áhrif á fargjöldin.
Ef þig langar að komast í mun heitara loftslag næstu vikur og getur fengið frí frá vinnu þá er töluvert framboð af ódýrum ferðum til Tenerife og Kanarí um þessar mundir. Á heimasíðum ferðaskrifstofanna er úrval af tilboðsferðum til eyjanna og þar má finna vikuferðir frá 70 þúsund krónum en fjögurra daga ferðir fyrir minna. Verð á stökum flugmiðum hefur líka lækkað síðustu vikur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. 

Lækka verð stuttu fyrir brottför

Verðið er einna lægst í brottfarirnar 12. og 26. janúar en þessa daga fljúga t.d. þrjár þotur héðan til Tenerife með sæti fyrir um 550 farþega. Framboð á flugi til eyjunnar hefur aukist verulega með áætlunarflugi WOW air og brátt hefur félagið einnig flug til Las Palmas á Kanarí. Þar með verður pláss fyrir um 5000 farþega í hverjum mánuði í vélunum sem fljúga til eyjanna tveggja. Það er um tvöfalt fleiri sæti en á sama tíma í fyrra og viðmælendur Túrista innan ferðageirans telja framboðið orðið alltof mikið. Þessi mikla aukning er augljóslega farin að hafa áhrif á verðlagið, bæði hvað varðar pakkaferðirnar en líka flugfargjöldin ein og sér. Í verðkönnun sem Túristi gerði í byrjun desember á fargjöldum til Tenerife þann 26. janúar til 2. febrúar kom í ljós verulegur verðmunur á fargjöldunum eftir því hvar flugið var keypt. Sá mismunur er ennþá til staðar en eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan hafa fargjöldin lækkað hjá öllum ferðaskipuleggjendum nú þegar styttist í brottför. 

Verð á flugi til Tenerife 26. janúar og heim 2. febrúar

 Ferðaskipuleggjandi Verð 2.desember Verð í dag Lækkun í %
WOW air 35.807 kr. (45.805 kr. m farangri) 32.997 kr. (42.995 kr. m. farangri)  -7,8%
Primeraair 35.990 kr. (45.790 kr. m. farangri) 34.990 kr. (44.790 kr. m. farangri)  -2,8%
Sumarferðir/Úrval-Útsýn 44.500 kr. 43.900 kr.  -1,3%
Heimsferðir 79.900 kr. 64.850 kr.  -18,8%
Vita 84.900 kr. 69.900 kr.  -17,7%

VILTU FÁ TÚRISTAGREINAR OG FERÐATILBOÐ Í PÓSTHÓLFIÐ ÞITT? – SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Á TENERIFE OG KANARÍ