Vetrarfrí frá 1864

skidi sviss b

Það er háannatími í svissneskri ferðaþjónustu yfir vetrarmánuðina enda hefur landið lengi verið áfangastaður þeirra sem vilja leika sér í snjónum.
Alparnir eru eitt helsta aðdráttarafl Sviss og sérstaklega eftir að það fer að frysta og brekkurnar fyllast af snjó. Kuldakastið hefur reyndar látið bíða eftir sér í vetur en það er vonandi að úr rætist fljótlega. En eins og sjá má á þessu myndabandi frá ferðamálaráði Sviss þá er löng hefð fyrir því að taka á móti ferðamönnum yfir vetrarmánuðina þar í landi og margt hægt að gera sér þar til dundurs.