WOW hefur flug til Frankfurt

wowair freyja

Þrjú flugfélög munu bjóða upp á flug héðan til þýsku borgarinnar Frankfurt. Icelandair hefur lengi verið eitt um flugið til þessarar stærstu flughafnar Þýskalands. Þrjú flugfélög munu bjóða upp á flug héðan til þýsku borgarinnar Frankfurt. Icelandair hefur lengi verið eitt um flugið til þessarar stærstu flughafnar Þýskalands.
Frankfurt í Þýskalandi er nýjasta viðbótin við leiðakerfiWOW air og fer félagið jómfrúarferð sína þangað í byrjun júní. Þar með geta farþegar á leið til þýsku borgarinnar valið úr flugi með þremur flugfélögum því auk WOW flýgurIcelandair þangað allt árið um kring ogLufthansa, stærsta flugfélag Þýskalands, býður upp á nokkrar ferðir í viku yfir aðalferðamannatímann. Lufthansa hóf flug á þessari leið síðastliðið sumar en áður hafði Icelandair verið eina félagið með ferðir milli Íslands og Frankfurt. Flugvélar WOW air munu fljúga til Frankfurt alla daga nema laugardaga.

Níu nýir áfangastaður

Í viðtali við Túrista í nóvember útilokaði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, ekki að Frankfurt og Munchen, tvær stærstu flughafnir Þýskalands, myndu bætast við leiðakerfi WOW í nánustu framtíð. Nú er flugið til Frankfurt komið á dagskrá og þar með eru áfangastaðir WOW air í Þýskalandi þrír talsins. Félagið flýgur allt árið um kring til Berlínar og til Dusseldorf yfir sumarmánuðina.
Frankfurt er níundi áfangastaðurinn sem WOW air bætir við leiðakerfi sitt í ár. Áður hefur komið fram að félagið ætli að hefja flug til Los Angeles, San Francisco, Toronto og Montréal í Norður-Ameríku og til Stokkhólms, Bristol, Nice og Kanaríeyja í Evrópu. Forsvarsmenn WOW munu því klippa á ófáa borða í Leifsstöð á þessu ári.
TENGDAR GREINAR: VEGVÍSIR FYRIR FRANKFURT