Samfélagsmiðlar

Ríflega 800 þúsund fleiri farþegar geta flogið til Íslands

flug danist soh

Fleiri flugfélög bjóða upp á Íslandsflug í ár en í fyrra og umsvif þeirra íslensku eykst verulega. Erlendum ferðamönnum gæti því áfram fjölgað um tugi prósenta á milli ára. Fleiri flugfélög bjóða upp á Íslandsflug í ár en í fyrra og umsvif þeirra íslensku eykst verulega. Erlendum ferðamönnum gæti því áfram fjölgað um tugi prósenta á milli ára.
Sumaráætlun flugfélaganna hefst í lok næsta mánaðar og lýkur í enda október. Á þessu tímabili mun 21 flugfélag bjóða upp á reglulegar áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli og miðað við hámarks sætafjölda í þotum félaganna þá verður pláss fyrir ríflega 2,8 milljónir farþega í vélunum þessa sjö mánuði. Í fyrra var sætafjöldinn ríflega tvær milljónir á sama tíma og aukningin milli ára nemur um 820 þúsund eða 40 prósentum samkvæmt útreikningum Túrista sem byggja á gögnum frá Isavia og flugfélögunum. Leiguflug á vegum ferðaskrifstofa er ekki tekið með í reikninginn.

Miklu fleiri ferðamenn á leiðinni

Erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgaði um 29,4 prósent þá sjö mánuði sem sumaráætlun flugfélaganna var í gildi í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Á sama tíma jókst framboð á sætum í áætlunarflugi, til og frá Keflavíkurflugvelli, um nærri fjórðung. Túristunum fjölgaði s.s. meira en flugsætunum. Ef hlutfall erlendra ferðamanna í flugvélunum verður álíka hátt í ár og það var í fyrra þá gæti ferðamönnum í vor, sumar og haust fjölgað úr tæpum 900 þúsund upp í 1,2 til 1,3 milljónir.
Aukningin gæti hins vegar orðið minni ef t.d. hlutfall tengifarþega hjá Icelandair og WOW air eykst og sætanýting í Íslandsfluginu minnkar almennt. Forsvarsmenn Icelandair hafa til að mynda gefið það út að ekki sé við því að búast að sætanýting hjá félaginu verði hærri í ár en hún í fyrra. Það eru engu að síður merki um að ferðamannastraumurinn muni aukast verulega því líkt og Túristi greindi frá þá er bókunarstaða hjá stærstu hótelkeðjum landsins mjög góð þrátt fyrir umtalsverða aukningu á gistirýmum milli ára.
Hvað sem því líður er ljóst að í sumar verða sæti fyrir miklu fleiri erlenda ferðamenn í áætlunarferðunum til og frá landinu en í fyrra. Þá voru hins vegar fréttir af örtröð og vandræðum við vinsæla ferðamannastaði mjög áberandi. Vonandi hefur veturinn verið vel nýttur til að koma í veg fyrir að það ástand endurtaki sig.

Þau íslensku með bróðurpartinn

Af þessum liðlega 2,8 milljónum sæta sem í boði verða þá er ríflega 1,6 milljón, eða 57%, um borð í vélum Icelandair og tæpur fjórðungur hjá WOW air. Íslensku félögin tvö standa sem sagt undir um áttatíu prósent af öllu framboði á millilandaflugi héðan. Hlutfallið var það sama í fyrra og breytist ekki þó erlendu flugfélögunum fjölgi milli ára. Vægi WOW og Icelandair breytist þó innbyrðis frá því í fyrra þar sem WOW air bætir hlutfallslega mun meira við sætaframboð sitt en Icelandair gerir líkt og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Þess ber að geta að tölur um framboð hvers flugfélags eru reiknaðar út frá hámarks farþegafjölda í þeim vélum sem félögin hyggjast nota á hverri flugleið.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …