Áætlunarflug nærri tvöfalt meira en í janúar 2013

flugtak 860 a

Áfram eykst áætlunarflug til og frá landinu í stórum skrefum og umferðin yfir vetrarmánuðina er að verða jafn mikil og yfir helstu ferðamánuðina fyrir nokkrum árum síðan. Áfram eykst áætlunarflug til og frá landinu í stórum skrefum og umferðin yfir vetrarmánuðina er að verða jafn mikil og yfir helstu ferðamánuðina fyrir nokkrum árum síðan.
Í síðasta mánuði voru farnar 1009 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli eða um þrjátíu á dag. Þetta er um fjórðungi fleiri brottfarir en á sama tíma í fyrra og um tvöfalt meiri umferð en í janúar 2013 eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.
Það að fjöldi áætlunarferða frá Keflavíkurflugvelli í janúar hafi verið meira en eitt þúsund talsins í janúar eru nokkur tíðindi því áður var svo mikil umferð bundin við aðalferðamannatímann og til dæmis var fjöldi ferða í síðasta mánuði jafn mikill og í september 2014 samkvæmt talningum Túrista. 

British Airways inn á topplista

Það voru 11 flugfélög sem héldu uppi samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli í janúar og Icelandair stendur sem fyrr undir bróðurpartinum. En með fjölgun flugfélaga minnkar vægi félagsins eins og sjá má á grafinu yfir hlutdeild 5 umsvifamestu flugfélaganna í síðasta mánuði. Sú breyting varð í janúar að British Airways felldi Norwegian úr fimmta sætinu en þar hefur félagið setið í allan vetur.