Allir Óskarsverðlaunhafar til Ísrael

hollywood florian klauer

Óskarinn verður afhentur í Hollywood í lok mánaðar og verðlaunahafarnir eiga von á ferðavinningi sem ekki er víst að allir þiggi. Óskarinn verður afhentur í Hollywood í lok mánaðar og verðlaunahafarnir eiga von á ferðavinningi sem ekki er víst að allir þiggi.
Á sunnudagskvöldið safnast margar af stærstu stjörnum kvikmyndageirans saman í Hollywood í Los Angeles til að vera viðstaddar afhendingu Óskarsverðlaunanna. Þetta verður í 88. sinn sem þessum þekktustu verðlaunum kvikmyndaheimsins er útdeilt.
Sigurvegarnir fá ekki aðeins styttuna frægu í verðlaun því auk hennar fá þeir alls kyns gjafabréf, skartgripi og ýmislegt fleira. Ferðamálaráð Ísrael er meðal gefenda í ár og munu allir leikarar sem tilnefndir eru fá 10 daga lúxusferð til Ísrael í vinning. Talið er víst að Sylvester Stallone, sem tilnefndur er fyrir besta leik í aukahlutverki, þiggi boðið enda yfirlýstur stuðningsmaður Ísraelsríkis. Hins vegar er talið ólíklegt að leikarinn Mark Rylance taki út sitt gjafabréf því hann er virkur í baráttu Palestínumanna í Bretlandi samkvæmt frétt Skift.
Hvað sem því líður það telur ferðamálaráðherra Ísrael að landið fái góða kynningu í gegnum kvikmyndastjörnurnar enda ekki vanþörf á því erlendum hótelgestum í landinu fækkaði um fjórðung á síðasta ári. Mest í Jerúsalem og Nasaret en minna í Tel Aviv.