Samfélagsmiðlar

Rútur verða fýsilegri kostur eftir verðhækkanir á bílastæðum

airportexpress

Þann 1. apríl hækkar verðskrá bílastæðann við Keflavíkurflugvöll í annað sinn á einu ári. Það gæti orðið til þess að fleiri fari með rútu í flugið en áður. Þann 1. apríl hækkar verðskrá bílastæðann við Keflavíkurflugvöll í annað sinn á einu ári. Það gæti orðið til þess að fleiri fari með rútu í flugið en áður.
Flugfarþegi sem leggur bílnum sínum á langtímastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar borgar í dag 950 krónur fyrir sólarhringinn en gjaldið fer upp í 1.250 krónur þann 1. apríl. Hækkunin nemur nærri þriðjungi fyrstu vikuna en hún er töluvert hærri ef bíllinn er í stæðinu í meira en sjö daga. Dagverðið í annarri viku fer nefnilega úr 600 kr. í 950 kr. og í þriðju viku tvöfaldast gjaldið og verður 800 krónur. Frá og með vorinu kostar þá 3.750 kr. að leggja bílnum í þrjá daga, 8.750 kr. í viku og 15.400 kr. í tvær vikur. Verðskrá bílastæðanna hækkaði líka í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í nokkur ár. Sólarhringsgjaldið var 800 fyrir ári síðan, fór í 950 kr. þann 1. apríl sl. en verður í 1.250 krónur eftir tæpa tvo mánuði. Samtals nemur hækkunin á sólarhringsgjaldinu 56 prósentum á einu ári.
Leiða má líkum að því að það séu helst Íslendingar sem nýta sér langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll og því koma þessar verðhækkanir verst niður á heimamönnum. Í tilkynningu Isavia segir að nauðsynlegt sé að ráðast í stækkun á stæðunum vegna mikillar farþegafjölgunar en hins vegar voru íslenskir farþegar á Keflavíkurflugvelli um 20 þúsund fleiri árið 2007 en þeir voru í fyrra. Það stefnir hins vegar í að þetta tíu ára gamla met verði slegið í ár því á síðasta ári fjölgaði íslenskum farþegum í flugstöðinni um 50 þúsund.

Ódýrara en hjá frændþjóðunum

Bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll hafa verið nokkru lægri en við stærstu flughafnir Norðurlanda en eins og gefur að skilja fer bilið minnkandi eftir þessar tvær verðbreytingar á einu ári. Við norrænu flugvellina gefst farþegum líka kostur að velja á milli stæða sem eru mis langt frá flugstöðinni og eru þau ódýrst sem eru fjærst. Í samanburði við ódýrustu stæðin sem í boði eru við hinar flugstöðvarnar þá er verðið hæst hér ef leggja á bílnum í eina viku. Annars er íslenska gjaldið lægra en gerist og gengur við flugvellina í Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn og Helsinki eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Fylgja ekki lengur Reykjavíkurborg

Það verður ekki bara dýrara að leggja bílum til lengri tíma við Leifsstöð eftir þann 1. apríl nk. því gjaldskrá skammtímastæðanna, sem eru næst flugstöðinni, hækkar einnig. Núna kostar klukkutíminn þar 230 krónur en var á 150 kr. fyrir ári síðan. Klukkutíminn fer hins vegar upp í 500 kr. í vor og hefur verðið þá ríflega þrefaldast á einu ári. Þrátt fyrir þessa miklu verðhækkun þá eru skammtímastæðin ennþá ódýrari hér á landi en í nágrannalöndunum. Það vekur hins vegar athygli að þegar Isavia hækkaði verðið á skammtímastæðunum í fyrra þá kom fram í að bílastæðagjöld á Keflavíkurflugvelli myndu eftirleiðis fylgja breytingum á gjaldsvæði P1 hjá Reykjavíkurborg. Sú regla er hins vegar ekki lengur í gildi því klukkutími í stæði merktu P1 í miðborg Reykjavíkur hefur aðeins hækkað um 20 krónur en ekki 270 kr. líkt og nú gerist við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkæmt tilkynningu frá Isavia frá því á föstudag segir að ekki hafi verið hægt að halda þeirri verðstefnu áfram þar sem flýta þurfi framkvæmdum.

Rútan ódýrari fyrir lengri utanferðir

Hærri bílastæðagjöld gætu hins vegar orðið til þess að fleiri ferðist með rútum til og frá flugvellinum og þá minnkar þörfin fyrir stækkun bílastæða. Farþegar geta sparað sér umtalsverðar upphæðir með því að nota almenningssamöngur í og úr flugi og sérstaklega þeir sem eru að fara í lengri utanlandsferð eins og sjá á má grafinu hér fyrir neðan. Þar er gert ráð fyrir að farþegar kaupi miða, báðar leiðir í einu, hjá Airport Express eða Flugrútunni eða fyrr kosturinn er aðeins ódýrari. Auk þessara fyrirtækja þá býður Strætó upp á sætaferðir út á völl en áætlunin hentar hins vegar ekki þeim sem ætla í morgunflug til útlanda. Við afgreiðslu Airport Express við Holtagarða og við stoppistöð rútunnar við Mjódd eru stór bílastæði sem þó eru ekki frátekin fyrir farþega rútufyrirtækisins og við BSÍ, þaðan sem Flugrútan keyrir, eru einnig stæði. Það er þó ekki víst að það verði vel séð ef flugfarþegar fara að leggja þar í stórum stíl.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …