Borgirnar 10 sem oftast var flogið til

london louis llerena

London, Kaupmannahöfn og Ósló eru sem fyrr í efstu sætunum þó listinn yfir áfangastaði lengist sífellt. London, Kaupmannahöfn og Ósló eru sem fyrr í efstu sætunum þó listinn yfir áfangastaði lengist sífellt.
Það voru rétt rúmlega eitt þúsund áætlunarferðir til 37 borga á dagskrá Keflavíkurflugvallar í janúar og standa 10 borgir undir tveimur af hverjum þremur ferðum. London er sem fyrr sú borg sem langoftast er flogið til en í vetur er til að mynda flogið héðan til fjögurra flugvalla í nágrenni við bresku höfuðborgina. Kaupmannahöfn kemur næst á eftir og svo er það Ósló. Bilið á milli hinna borganna á topp tíu listanum er minna eins og sjá má á kökuritinu.
Í þessum útreikningum Túrista eru aðeins teknar með áætlunferðir til og frá landinu.