Fara í öll fötin sín til að sleppa við töskugjaldið

taska faeriband

Farþegar sem vilja spara sér þúsundir króna með því að ferðast aðeins með handfarangur grípa til ýmissa ráða.
Mörg þeirra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi rukka aukalega fyrir stærri ferðatöskur og gjaldið getur numið allt að 6.999 krónum, aðra leiðna. Fyrst einskorðaðist þessi gjaldtaka við lággjaldaflugfélög en síðustu árin hafa fleiri og fleiri hefðbundin og gamalgróin flugfélög farið sömu leið. Þessi þróun er vafalítið mörgum farþegum til nokkurs ama því eins og sjá má á dæmunum hér fyrir neðan þá reynir fólk með ýmsum hætti að spara sér töskugjöldin. Hér eru nokkur dæmi frá starfsmönnum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian sem Aftenposten birti nýverið.
Örþrifaráð flugfarþega sem vilja ekki borga töskugjald:
– Farþegi í þrennum buxum og með skó í öllum vösum.
– Farþegi sagðist heldur vilja gefa góðgerðasamtökum farangurinn sinn en að borga farangursgjaldið.
– Farþegi baðst undan töskugjaldinu því hann væri með ösku gæludýrsins síns í farangrinum.
– Farþegi reyndi að múta starfsmönnum flugfélagsins með súkkulaði úr fríhöfninni til að komast hjá gjaldinu.
– Farþegi sem þóttist ekki skilja ensku og sagði, „Me no speak any English.“
– Farþegi sem sem var með tvennar buxur hnýttar um hálsinn eins og þær væru trefill.
– Farþegi sem neitaði að láta innrita farangurinn sinn þar sem í töskunum væri sérstök antik keramik. 
– Farþegi í tvennum kjólum. 
– Farþegi sem sagðist vera búinn með úttektarheimildina á kortinu sínu og væri ekki með neinn pening.
– Farþegi í tvennum úlpum og með þrjár peystur bundnar um mittið.