Ferðalög lengja lífið

airbnb gr

Þetta daglega amstur gleymist hratt en ferðalögin er lengi hægt að rifja upp. 
Við setjumst ósennilega niður einn daginn og rifjum upp ferðir okkar í Bónus eða í laugarnar. Rútínan gleymist nefnilega furðufljótt. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um ferðalög því þau eru oftar en ekki minnistæð. Auðvitað ekki frá a til ö en því sem næst. Ferðaminningar lengja því lífið, alla vega í huganum. Það er boðskapur þessarar stuttu hugleiðingar frá Biran Chesky, einum af stofnendum gistisíðunnar Airbnb (stóri bróðurinn á myndinni hér fyrir ofan).