Samkeppni í flugi til Edinborgar

edinborg a

Brátt verður hægt að velja úr ætlunarflugi til þriggja skoskra borga og þeir sem setja stefnuna á höfuðborgina geta valið á milli áætlunarferða WOW og easyJet. Brátt verður hægt að velja úr ætlunarflugi til þriggja skoskra borga og þeir sem setja stefnuna á höfuðborgina geta valið á milli áætlunarferða WOW og easyJet.
Áður fyrr takmarkaðist beint flug héðan til Skotlands við áætlunarferðir Icelandair til Glasgow en fyrir nærri þremur árum hóf easyJet að fljúga hingað frá höfuðborg Skotlands, Edinborg. Í næsta mánuði bætist svo við áætlunarflug Icelandair til Aberdeen og í júlí fer WOW air jómfrúarferð sína til Edinborgar og mun fljúga þangað tvisvar í viku fram í lok október. Þar með verður framboð á flugi til Skotlands miklu meira en áður og þar sem stutt er á milli borganna geta til dæmis þeir sem eru á leið til Glasgow nýtt sér flugið til Edinborgar og öfugt ef farmiðarnir til annarrar borgarinnar eru mun hagstæðari. 

Ódýrustu miðarnir á rúmlega 7 þúsund

Sala á farmiðum með WOW til Edinborgar hófst í gær og í dag er hægt að finna þar farmiða báðar leiðir 23 þúsund krónur í júlí en ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, hjá easyJet í þeim mánuði eru á tæpar 30 þúsund. Framboð á lægstu fargjöldunum er mun minna hjá WOW enda sala nýhafin á þessari flugleið. Staðan er álíka í ágúst og september en október eru lægstu farmiðarnir hjá easyJet á um 7.200 krónur en 9.999 hjá WOW. Við fargjöld íslenska flugfélagsins bætast svo bókunargjöld og þar eru takmarkanir á þyngd handfarangurs en ekki hjá easyJet.
SJÁ VEGVÍSI FYRIR EDINBORG