Flugmiðar miklu dýrari vegna páska

oslo opera

Af fargjöldum að dæma þá ætla margir að nýta páskafríið til að ferðast út í heim. Mun ódýrara er að fljúga út eftir hvítasunnu. Af fargjöldum að dæma þá ætla margir að nýta páskafríið til að ferðast út í heim. Mun ódýrara er að fljúga út eftir hvítasunnu.
Það eru aðeins tíu rauðir dagar í ár og þrír þeirra eru í kringum páskahelgina í lok næsta mánaðar. Þá geta þeir sem ætla í vorferð til útlanda sparað sér orlofsdaga með því að nýta frídagana í kringum páska og það lítur út fyrir að ófáir ætli einmitt að gera það. Fargjöldin til London, Kaupmannahafnar og Óslóar eru nefnilega í dag miklu hærri í lok mars en þau hafa verið á þessum tíma árs eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. Munar tugum prósenta á farmiðaverðinu til bresku höfuðborgarinnar jafnvel þó fjögur flugfélög fljúga þessa leið allt árið um kring.
Þeir sem vilja hins vegar bíða aðeins lengur með vorferðina geta komist út um miðjan maí (vika 20) fyrir nokkru minna en farmiðarnir kostuðu á sama tíma í fyrra og hittifyrra. Þá býður easyJet lægstu fargjöldin til London, WOW til Kaupmannahafnar og SAS til Óslóar.