Samfélagsmiðlar

Ekki útlokað að rútumiðar til Keflavíkurflugvallar hækki líka

Brátt hækka bílastæðagjöldin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar umtalsvert og þá verða áætlunarferðir út á völl mun hagstæðari kostur.Verðbilið gæti hins vegar minnkað fljótt á ný. Brátt hækka bílastæðagjöldin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar umtalsvert og þá verða áætlunarferðir út á völl mun hagstæðari kostur.Verðbilið gæti hins vegar minnkað fljótt á ný.
Frá og með þarnæstu mánaðarmótum hækkar sólarhringsgjaldið á langtímastæðinu við Keflavíkurflugvöll um nærri þriðjung og verður 1.250 kr. Eftir þessa verðhækkun kostar 8.750 kr. að láta bíl standa þar í viku en fyrir tvær vikur þarf að greiða 15.400 kr. Til samanburðar kostar rútumiði út á völl, báðar leiðir, fyrir tvo fullorðna 7.600 kr. með Airport Express og 8.000 með Flugrútunni. Börn fá frítt en unglingar borga hálft gjald. 

Hærri laun og skattur

Það verður því nokkru hagstæðara að skilja bílinn eftir heima ef dvelja á í útlöndum í viku eða lengri tíma en ekki fyrir nokkra daga líkt og kom fram í verðsamanburði Túrista í vikunni. Hins vegar sparar höfuðborgarbúi sér eitt til þrjú þúsund krónur í bensín með því að fara með rútu í flugið en á móti kemur kostnaður við að koma sér frá heimili að umferðarmiðstöð, til dæmis með leigubíl. Það er hins vegar ekki víst að verðmunurinn á þessum tveimur ferðamátum verði áætlunarbifreiðunum jafn hagstæður þegar líður á árið. Meðal annars vegna almennra launahækkanna og tilkomu 11 prósenta virðisaukaskatts á flesta þætti ferðaþjónustu. „Eins og staðan er í dag hefur ekki verið tekin ákvörðun um að hækka verðið en það eru miklar kostnaðarhækkanir á árinu sem við þurfum að taka tillit til þannig að ég get ekki útilokað það,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, aðspurður um hvort til standi að hækka farmiðaverð Flugrútunnar. Jóhannes Georgsson hjá Gray Line, sem rekur Airport Express, segir engar verðbreytingar vera fyrirhugaðar núna.
Strætó býður einnig upp á ferðir út á Keflavíkurflugvöll en fyrsta ferð dagsins er þó ekki nógu snemma fyrir þá sem eiga að mæta í morgunflug. Farmiði hjá Strætó kostar 1.400 kr. aðra leið.

Stæðin standa tæpt í dag

Eins og gefur að skilja þá eru það helst Íslendingar sem nýta sér langtímabílastæðin út á Keflavíkurflugvelli en þrátt fyrir að íslenskum flugfarþegum hafi fjölgað milli ára þá voru þeir færri á síðasta ári en 2007 þegar ferðagleði landans náði hámarki. Þrátt fyrir það er nýting stæðanna allt að 96 prósent í dag samkvæmt upplýsingum frá Isavia og því stundum tæpt að allir komist þar að með bílana sína.

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …