Geimferðaplaköt frá Nasa

nasa plakot

Þó farþegaflug út í geim sé ekki orðið að veruleika þá eru auglýsingarnar tilbúnar. 
Á meðan flestir láta sér nægja að dreyma um ferðalög til fjarlægra landa þá eru einhverjir þarna úti sem setja stefnuna út í himingeiminn. Geimferðalög eru hins vegar ennþá orðin að veruleika en nokkur fyrirtæki og stofnanir vinna hins vegar að því að þróa farartæki sem geta flutt venjulega farþega út í geim. Hjá geimferðavísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, eru líklega til áætlanir um eitthvað slíkt og þar á bæ halda menn draumnum lifandi með því að útbúa plaköt þar sem auglýstar eru geimferðir. Eins og sjá má á dæmunum hér fyrir ofan og á heimasíðu NASA þá má búast við að áfangastaðir NASA út í geimi verði margir og bjóði upp á mismunandi afþreyingu fyrir túrista framtíðarinnar.