Samfélagsmiðlar

Gistináttagjald gæti skilað miklu hærri tekjum

hotelrum nik lanus

Ef gistináttaskatturinn sem lagður var á hér á landi fyrir fjórum árum hefði verið í takt við það sem gerist víða annars staðar hefði hann skilað að minnsta kosti tvöfalt hærri tekjum

Fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi hefur þrefaldast síðustu fimm ár og miðað við áætlanir flugfélaganna má búast við allt að 40 prósent fleiri túristum hingað til lands í vor, sumar og haust en í fyrra. Í ár stefnir því að ferðamenn verði um 1,6 til 1,7 milljónir talsins. Á sama tíma og þessi mikla aukning hefur átt sér stað hefur endurtekin umræða um sérstakt gjald á ferðamenn engu skilað. Frumvarp ráðherra ferðamála um náttúrupassa fékk t.d. ekki hljómgrunn og var það endanlega slegið út af borðinu í fyrra. Sú hugmynd var líka nýstárleg og á sér fáar fyrirmyndir út í heimi. Hún hefði einnig verið kostnaðarsöm því áætlað var að um tíundi hluti þess fjár sem myndi innheimtast myndi renna í rekstur á kerfinu. Íbúar hér á landi hefðu líka einnig þurft að kaupa náttúrupassa og sá þáttur var umdeildur.

Gistnáttagjald er þekkt leið

Sérstakur hótelskattur er hins vegar aðferð sem er notuð í mörgum löndum til að fjármagna ferðaþjónustu á margvíslega vegu. Þess háttar gjald er til að mynda lagt á gistingu víðsvegar í Bandaríkjunum, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Ítalíu og hér á landi í formi gistináttaskatts. Innheimta á gistináttaskattinum hófst í ársbyrjun 2012 en lengri hefð er fyrir þess háttar gjaldi í Frakklandi því hótelgestir í París hafa greitt sérstök aukagjöld frá árinu 1994.
Íslenski gistiskatturinn nemur 100 krónum á hvert hótelherbergi hverja nótt og er það lægra gjald en tíðkast annars staðar en á móti kemur að hér er virðisaukaskattur á gistingu hærri en í mörgum öðrum löndum. Þó eru mörg dæmi um hærri hlutfall og í Danmörku er t.d. virðisauki á hótelgistingu 25 prósent.

Rómarleiðin hefði skilað nærri sex sinnum hærri tekjum

Önnur þekkt aðferð við að leggja á gistináttaskatt er að rukka ákveðið gjald fyrir hvern næturgest og ræðst upphæðin þá af gæðum gistingarinnar. Á gistiheimilum og orlofsíbúðum borgar fólk minnst en mest á fjögurra og fimm stjörnu hótelum. Ef þetta fyrirkomulag hefði verið sett hér á landi árið 2012 og gjaldið verið það sama og innheimt er á þriggja stjörnu hótelum í París hefðu tekjurnar verið ríflega um 2,3 milljarðar sl. 4 ár. Er þá miðað við allar gistinætur á íslenskum hótelum á tímabilinu 2012-2015 samkvæmt talningu Hagstofu. Ef gjaldið hefði hins vegar verið það sama og á miðlungshótelum í Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu fjögur ár. Frá því að íslenski gistináttaskatturinn var settur á fyrir fjórum árum síðan hefur hann hins vegar skilað um 905 milljónum samkvæmt ríkisreikningum fyrir árin 2012-2014 og áætlun fyrir 2015. Munurinn á íslensku leiðinni og svo fyrirkomulaginu í höfuðborgum Frakklands og Ítalíu er því margfaldur. Þess ber að geta að börn eru inn í tölum Hagstofunnar en vanalega er ekki lagður á gistináttaskattur á yngstu gestina.
Hægt er að reikna út þessar stærðir miðað við fjölmargar aðrar borgir og lönd en þess tvær eru notaðar í samanburðinum hér neðst í greininni þar sem virðisaukaskattur á gistingu er 10 prósent í Frakklandi og Ítalíu en 11% hér á landi. Hlutfall opinberra gjalda í gjaldskrá hótel í París og Róm er því nánast það sama og á íslenskum gististöðum.

Líka gjald á gesti Airbnb

Eins og liggur í augum uppi er hægt að færa rök fyrir því að hótelgestir hér á landi hefðu verið færri ef gistináttagjaldið hefði verið hærra. Á móti kemur að í talningu Hagstofu á gistinóttum hér á landi eru aðeins tekin með hótel sem opin eru allt árið um kring. Það vantar því inn í tölurnar minni gistihús, sumarhótel og orlofsíbúðir. En líkt og Túristi greindi frá þá hafa umsvif gistifyrirtækisins Airbnb meira en tvöfaldast sl. ár og þar eru nú um 4 þúsund íslenskir gistikostir á skrá. Ekki fæst þó uppgefið hversu margir gestir fyrirtækisins hafa verið á tímabilinu en ef við gefum okkur að vægi Airbnb á gistimarkaðinum hér sé álíka og í bandarískum stórborgum (5%) þá hafa gestinæturnar verið um 140 þúsund á síðasta ári. Víða hefur Airbnb hefur verið skikkað til að innheimta sérstakt gistináttagjald og í París nemur það t.d. 120 krónum á hvern gest hverja nótt. Ef það væri gert hér á landi hefði gistináttagjaldið af gestum Airbnb skilað um 17 milljónum í fyrra og rúmum 50 milljónum síðustu fjögur ár.

Vandamál að koma út styrkjum

Stór hluti þess fjármagns sem núverandi gistináttaskattur hér á landi skilar fer í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þaðan eru veittir styrkir til alls kyns uppbyggingar en styrkþegar hafa sjálfir þurft að fjármagna helming af verkefninu og það hefur reynst mörgum erfitt. Í lok síðasta árs lágu því inn í framkvæmdasjóðnum ósóttir styrkir upp á nærri milljarð króna eða um helmingur þess sem hefur verið úthlutað. Mótframlagið var nýverið lækkað niður í fimmtung til að auka líkurnar á að styrkirnir verði nýttir. Hvað sem því líður þá er í sjóðnum mikið fjármagn og væri ennþá meira ef gistináttagjald hér á landi hefði verið álíka og á meginlandi Evrópu. Nema fjármagnið hefði einnig verið nýtt til að bæta vegakerfið, styrkja sveitarfélög og landeigendur og efla björgunarsveitir og lögreglu o.s.frv.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …