Hvenær er hagstæðast að kaupa flugmiða til Kaupmannahafnar?

kaupmannahof farthegar

Hvaða vikudag er ódýrast að fljúga til Kaupmannahafnar, hvenær á að bóka og hvað kostar farið að jafnaði? Hvaða vikudag er ódýrast að fljúga til Kaupmannahafnar, hvenær á að bóka og hvað kostar farið að jafnaði? 
Kaupmannahöfn er sú borg sem næst oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli enda fara vélar Icelandair þangað allt að fimm sinnum á dag og WOW býður upp á daglegar ferðir nær allt árið. Brátt hefst svo áætlunarflug SAS á þessari leið. Í Danmörku nýtur flugleitarsíðan Momondo vinsælda og þar á bæ fylgjast menn gaumgæfilega með verðþróun á hinum ýmsu flugleiðum. Hér eru helstu niðurstöðurnar varðandi flugið hingað frá stærstu flughöfn Norðurlanda.