Íslandsflug liggur niðri og ferðamönnum fækkar um helming

island anders jilden

Síðustu þrjá mánuði hafa um þrettán hundruð Svisslendingar heimsótt Ísland en þeir voru tvöfalt fleiri á sama tíma í fyrra. Mikilvægi reglulegra flugsamgagna er mikið. Síðustu þrjá mánuði hafa um þrettán hundruð Svisslendingar heimsótt Ísland en þeir voru tvöfalt fleiri á sama tíma í fyrra. Mikilvægi reglulegra flugsamgagna er mikið.
Fjöldi svissneskra túrista hér á landi þrefaldaðist síðasta vetur en þá var í fyrsta skipti boðið upp á beint áætlunarflug þaðan til Íslands allt árið um kring. Flugu vélar easyJet hingað tvær ferðir í viku frá Basel og jafnmargar frá Genf. Forsvarsmenn breska lággjaldaflugfélagsins ákváðu hins vegar að gera hlé á fluginu í lok október sl. og taka fyrst um þráðinn á ný nú í febrúar. Áhrif þessarar pásu eru umtalsverðar því síðustu þrjá mánuði hefur svissneskum ferðamönnum hér á landi fækkað um helming eða um nærri þrettán hundruð manns. Óhætt er að skrifa þessa miklu fækkun á skort á beinu flugi því líklega eru jafn margir Svisslendingar áhugasamir um Íslandsferðir í dag eins og fyrir ári síðan. 

Verðmætur hópur

Engin þjóð fær jafn háa kreditkortareikninga eftir Íslandsferð eins og Svisslendingar en þeir strauja kortin sín fyrir að meðaltali 203 þúsund krónur á meðal á dvöl þeirra hér á landi stendur. Næst á eftir koma Rússar með 170 þúsund og Bandríkjamenn og Norðmenn með rúmlega 150 þúsund samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Svisslendingar eru því í sérflokki þegar kemur að notkun kreditkorta en þeir eru þó nokkuð fámennir í hópi ferðamanna hér á landi eða 2,1 prósent af heildinni. Ef litið er til kreditkortaveltunnar þá má segja að íslensk fyrirtæki hafi, síðustu þrjá mánuði, farið á mis við rúmlega 257 milljón króna viðskipti við svissneska túrista. 
Hafa ber í huga að kreditkortavelta segir ekki allt um verðmæti ferðamanna því sumar þjóðir hafa gert upp stóran hluta af ferð sinni áður en komið er til landsins.

Enn einn metmánuðurinn

Það flugu 77.500 erlendir ferðamenn til og frá Íslandi í síðasta mánuði og aldrei hafa þeir verið jafn margir í janúar samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Ríflega helmingur, eða 54 prósent, ferðamannanna kemur frá Bretlandi og Bandaríkjunum en aftur á móti fækkar Norðurlandabúum hratt.