Kaupmannahafnarflug frá Akureyri gæti frestast til næsta árs

kaupmannahofn yfir

Þó það sé farið að styttast í vorið er áfram ætlunin að bjóða upp á reglulegar áætlunarferðir frá Akureyrarflugvelli til höfuðborgar Danmerkur í sumar. Línur þurfa hins vegar að skýrast fljótlega Þó það sé farið að styttast í vorið er áfram ætlunin að bjóða upp á reglulegar áætlunarferðir frá Akureyrarflugvelli til höfuðborgar Danmerkur í sumar. Línur þurfa hins vegar að skýrast fljótlega svo ekki þurfi að fresta jómfrúarferðinni um eitt ár.
Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Trans Atlantic hafa undanfarin misseri unnið að því að bjóða upp á áætlunarflug frá höfuðstað Norðurlands til Kaupmannahafnar yfir aðal ferðamannatímabilið. Upphaflega stóð til að farþegavél á vegum eistneska flugfélagsins Estonian Air yrði notuð í flugið en eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins úrskurðaði styrki eistneska ríkisisins til þjóðarflugfélagsins ólöglegla stöðvaðist rekstur þess. Í framhaldinu tók ríkisfyrirtækið Nordic Aviation Group við rekstri Estonian Air og stefnt er að því að það félag verði flugrekstraraðili áætlunarflugsins milli Akureyrar og Kaupmannahafnar að sögn Egils Arnar Arnarsonar Hansen hjá Trans Atlantic. Hann segir viðræður við mögulega samstarfsaðila á uppsetningu og rekstri flugsins vera í gangi en ef málin skýrist ekki á næstu fjórum viku þá megi búast við að upphaf áætlunarflugsins frestist fram á næsta ár.

Enginn tekið upp áætlun Iceland Express

Millilandaflug frá Akureyrarflugvelli hefur verið af skornum skammti síðustu ár og nær eingöngu takmarkast við leiguflug á vegum ferðaskrifstofa eftir að Iceland Express hætti áætlunarflugi þaðan sumarið 2012. Félagið hafði þá flogið reglulega milli Akureyrar og Kaupmannahafnar yfir sumarmánuðina árin á undan. Hvorki Icelandair né WOW air hafa hins vegar tekið upp þráðinn en erlend flugfélög hafa hins vegar verið orðuð við Akureyrarflug síðustu ár en það hefur aldrei orðið að raunveruleika.

Frá Egilsstöðum til London

Á sama tíma og unnið er að því að koma á Kaupmannahafnarflugi frá Akureyri þá er sala hafin í áætlunarflug milli Egilsstaða og Lundúna sem breska ferðaskrifstofan Discover the World á frumkvæði að. Það eru ferðaskrifstofunnar Fjallasýn og Tanni Travel sem halda utan um flugið frá Íslandi til Bretlands og hægt er að bóka miða á heimasíðunni FlyEurope.is. Þar kemur fram að farmiði, báðar leiðir, kosti 74 þúsund krónur.