Mun ódýrara að fara með fjölskylduna í sólarlandaferð í júní

strond fotspor chris sardegne

Fjögurra manna fjölskylda getur sparað sér tugi þúsunda með því að fara í sólarlandaferð í byrjun sumars í stað þess að leggja í hann í júlí. Barnaverð ferðaskrifstofanna eru mjög mismunandi. Fjögurra manna fjölskylda getur sparað sér tugi þúsunda með því að fara í sólarlandaferð í byrjun sumars í stað þess að leggja í hann í júlí. Barnaverð ferðaskrifstofanna eru mjög mismunandi.
Tveggja vikna fjölskylduferð á evrópska sólarströnd kostar að lágmarki í kringum hálfa milljón hjá stærstu ferðaskrifstofunum hér á landi. Verðið hækkar hins vegar í mörgum tilfellum um tugi þúsunda ef lagt er í hann um mitt sumar í stað þess að fara fljótlega eftir skólalok í júní eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan.
Aldur barnanna skiptir líka miklu máli því þau sem eru 12 ára og eldri borga fullt verð hjá Heimsferðum, Úrval-Útsýn og Vita en aldursmörkin eru hærri hjá Nazar og það hefur áhrif á heildarverðið  eins og sjá má. 
Þess ber að geta að verðsamanburður á pakkaferðum er ekki einfaldur því áfangastaðirnir og hótelin eru mismunandi, flugtíminn ekki sá sami og fleira skilur að ferðirnar. Við framkvæmd könnunarinnar var því farin sú leið að velja sitthvorn strandstaðin hjá hverri ferðaskrifstofu fyrir sig og borin voru saman verð á tveimur ólíkum gistikostum. Annars vegar ódýrasta hótelinu sem í boði er og hins vegar fjögurra eða fimm stjörnu hóteli þar sem allt er innifalið. Hjá Nazar eru í dag aðeins í boði hótel í síðarnefnda flokknum fyrir fjölskyldur.