Fljúgðu út í febrúar fyrir minna en 15 þúsund krónur

flug danist soh

Það er reglulega hægt að finna mjög ódýra flugmiða til útlanda og þessar átta ferðir í febrúar kosta í dag á bilinu 6.632 til 14.998 krónur. Flugið heim kostar því miður meira. Það er reglulega hægt að finna mjög ódýra flugmiða til útlanda og þessar átta ferðir í febrúar kosta í dag á bilinu 6.632 til 14.998 krónur. Flugið heim kostar því miður meira.
Vanalega hækka fargjöldin þegar stutt er í brottför en það er þó ekki algilt. Til að mynda má finna far héðan til svissnesku borganna Basel í lok þessarar vinnuviku á rúmar 9 þúsund með easyJet. Félagið býður álíka kjör til borgarinnar í næstu viku og til Genfar eftir þrjár vikur. Þann fimmtánda má svo fljúga með Wizz Air til Lech Waleza flugvallar í Gdansk fyrir rétt tæpar 10 þúsund krónur. Til Dublin og London er svo hægt að fljúga með WOW air fyrir 13 til 15 þúsund krónur.
Samkvæmt athugun Túrista eru þetta í dag einu farmiðarnir til útlanda sem kosta undir 15 þúsund krónum að viðbættu bókunargjaldi flugfélaganna. 

Aukagreiðslur fyrir töskur

En þó hægt sé að komast út fyrir lítið þá kostar heimflugið oftar en ekki meira en þeir sem eru sveigjanlegir geta í mörgum tilfellum sett saman ódýrarar ferðir. Hins vegar komast þeir sem vilja ferðast með stærri töskur ekki hjá því að borga aukalega undir þær hjá flugfélögunum þremur.