Þjóð­tungan fyrst og svo enska á hinum norrænu flug­völl­unum

skilti osl hel

Á skilt­unum sem vísa farþegum veginn um Kefla­vík­ur­flug­völl eru leið­bein­ing­arnar fyrst skrif­aðar á ensku og svo íslensku. Forsvars­menn stærstu flug­valla Norð­ur­landa setja hins vegar ríkis­málin efst á blað. Á skilt­unum sem vísa farþegum veginn um Kefla­vík­ur­flug­völl eru leið­bein­ing­arnar fyrst skrif­aðar á ensku og svo íslensku. Forsvars­menn stærstu flug­valla Norð­ur­landa setja hins vegar ríkis­málin efst á blað.
Á nýjum upplýs­inga­skiltum í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar er enskur texti skrif­aður á undan þeim íslenska. Öfugt við það sem áður tíðk­aðist. Ástæðan fyrir þessari stefnu­breyt­ingu er sú að um flug­stöðina fara mun fleiri erlendir farþegar en íslenskir samkvæmt frétt Vísis.
Á stærstu flug­stöðvum Norð­ur­landa er enskan hins vegar í öðru sæti og ekki stendur til að fylgja fordæmi forsvars­manna íslenska flug­vall­arins.

Myndi vekja upp umræðu í Noregi

„Við höfum ekki uppi nein áform um að breyta skilt­unum okkar og setja enska textann framan við þann norska. Ég held þó að óhætt sé að full­yrða að norsku og ensku orðin eru jafn áber­andi í dag því við notum sömu letur­gerð og stærð fyrir bæði tungumál,” segir Kim Lang, yfir­maður fast­eigna­deildar Óslóarflug­vallar, í svari til Túrista. Hann tekur hins vegar fram að farþega­hóp­arnir á norska og íslenska flug­vell­inum séu ólíkir þar sem hlut­fall skiptifar­þega sé tölu­vert meira í Leifs­stöð. „Letur­gerðin sem notuð er á skilt­unum (á Kefla­vík­ur­flug­velli, innsk. blm) gerir ensk­unni hærra undir höfði á kostnað íslensk­unnar og það kemur mér ekki á óvart að umræða hafi skapast um þessa breyt­ingu. Ég held að það myndi líka gerast hér í Noregi.”
Tals­maður Kaup­manna­hafn­ar­flug­vallar, stærstu flug­hafnar Norð­ur­landa, segir að þar á bæ sé sömu línu fylgt, þ.e. danska fyrst og svo enskan. Sumstaðar á Kastrup er einnig að finna vegvísa á kínversku. Åsa Öhman, talskona Swedavia, rektr­ar­aðila Arlanda­flug­vallar í Stokk­hólmi, segist ekki vita hvort það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að sænskan sé höfð á undan á flug­völlum þar í landi en bendir á að móður­málin séu líka í forgrunni í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og á hinum Norð­ur­lönd­unum.

Eingöngu enska?

Líkt og á Kefla­vík­ur­flug­velli þá eru tengifar­þegar fjöl­margar á flug­vell­inum í Hels­inki þar sem ríkis­flug­fé­lagið Finnair er mjög umsvifa­mikið í Asíuflugi. Þrátt fyrir það eru þjóð­tung­urnar tvær, finnska og sænska, á undan ensk­unni á upplýs­inga­skilt­unum á flug­vell­inum og kínversk og japönsk orð koma einnig fyrir á sumum skiltum. „Af og til hefur það komið upp í umræð­unni að setja enskuna fremst og svo tungu­málin okkar eða jafnvel láta enskuna duga”, segir Annika Kåla, tals­maður Finnavia, aðspurð um forgangs­röðina á leið­ar­vísum finnska flug­vall­arins. Kåla bætir því við að þegar fram­kvæmdum við stækkun Hels­inkiflug­vallar lýkur eftir tvö ár eða svo þá verði að taka upp nýtt skilta­kerfi í flug­stöð­inni og þá muni spurn­ingin um röðun tungu­mála vafa­lítið koma upp á ný.