Bjóða afslátt af eyðieyjum og tréhúsum

airbnb trehus eyja

Það er hægt að velja á milli alls konar næturstaða hjá Airbnb og nú fást sérkjör á þeim sem eru í sérstöku deildinni. Það er hægt að velja á milli alls konar næturstaða hjá Airbnb og nú fást sérkjör á þeim sem eru í sérstöku deildinni.
Leiðist þér að heyra í grönnunum á næstu svölum þegar þú situr úti á kvöldin og horfir yfir sundlaugagarðinn? Eða hefur þig dreymt um það síðan í æsku að fá að eyða nótt upp í tré? Ef svo er þá er hér komið kjörið tækifæri til að gera eitthvað í málunum því fram til þrettánda mars fæst 100 dollara afsláttur þegar bókuð er gisting á eyðieyju eða í tréhúsi hjá Airbnb. Eins og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan þá er næsta víst að þeir sem láta slag standa eiga eftirminnilegt frí fyrir höndum en það kostar líka sennilega sitt þrátt fyrir tilboðsverð Airbnb.