Samfélagsmiðlar

Engin ákvörðun um að selja aðgang að Cinque Terre

cinque terre Sylwia Pietruszka

Nýverið bárust fréttir að nýjum aðgangspössum að fjölförnu svæði í norðvesturhluta Ítalíu. Nýverið bárust fréttir að nýjum aðgangspössum að fjölförnu svæði í norðvesturhluta Ítalíu. Hið rétta er að málið er ennþá á hugmyndastigi.
Þjóðgarðurinn Cinque Terre á ítölsku ríveríunni samanstendur af fimm fallegum fiskiþorpum sem byggð er við klettótta ströndina. Húsin í þessum bæjum eru máluð í öllum regnbogans litum og er svæðið á heimsminjaskrá UNESCO. 
Cinque Terre hefur lengi verið vinsæll áfangastaður ferðafólks en undanfarin ár hefur þeim fjölgað mjög mikið og sérstaklega eftir að skemmtiferðaskip hófu að hleypa farþegum sínum í land þarna við Liguríuströndina. Talið er að um 2,5 milljónir ferðalanga hafi heimsótt Cinque Terre í fyrra og í síðasta mánuði bárust af því fréttir að ítölsk stjórnvöld hefðu ákveðið að hefja sölu á sérstökum aðgangspössum að svæðinu og fækka þannig ferðafólki um eina milljón á ári. 

Rangtúlkuð tillaga

Hið rétta er hins vegar að engin ákvörðun hefur verið tekin um taka upp fjöldatakmarkanir við Cinque Terre samkvæmt tilkynningu frá ferðamálaráði Ítalíu. Þar segir að þjóðgarðsnefnd svæðisins hafi líst yfir áhyggjum af miklum ágangi ferðamanna og lagt til að aðgengi að svæðinu yrði takmarkað. „Þessi tillaga hefur verið túlkuð í erlendum fjölmiðlum sem ný regla en svo er ekki. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að draga úr möguleikum fólks að heimsækja Cinque Terre,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Yfirvöld vinna hins vegar að tillögum um hvernig megi vernda þorpin, dreifa ferðamönnum betur yfir árið og tryggja öryggi þeirra en um leið auka skilning gesta á því að svæðið er viðkvæmt og ganga verði varlega um.

Jafnstórt svæði og Garðabær

Áskoranirnar við Cinque Terre eru því álíka og þær sem ferðaþjónustan hér á landi tekst á við um þessar mundir. Stóri munurinn er hins vegar sá að nærri tvöfalt fleiri ferðamenn heimsóttu Cinque Terre í fyrra en allt Ísland. Þessi fimm ítölsku klettaþorp ná samt aðeins yfir jafnstórt svæði og Garðabær og til gaman má svo geta að samkvæmt hótelbókunarvefnum Booking.com eru 517 gististaðir í Cinque Terre en aðeins þrír í Garðabæ, eitt gistiheimili og tvö orlofsíbúðir. 
SMÁAUGLÝSINGAR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR: Húsnæði við Keflavíkurflugvöll til leigu

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …