Flugfélögin með mesta og minnsta bilið á milli sæta

flugvel um bord chris brignola

Ertu yfir meðalhæð og viltu hafa gott rými fyrir fæturna? Hér geturðu séð hversu mikið plássið er hjá hverju flugfélagi fyrir sig. Ertu yfir meðalhæð og viltu hafa gott rými fyrir fæturna? Hér geturðu séð hversu mikið plássið er hjá hverju flugfélagi fyrir sig.
Ef ferðinni er ekki heitið til Færeyja, Grænlands eða Bretlands þá tekur að lágmarki þrjá tíma að fljúga til annarra landa frá Keflavíkurflugvelli. Í svo langan tíma getur verið erfitt að sitja með hnéin þéttingsfast upp að næstu sætaröð og hafa stólbakið fyrir framan sig aðeins nokkra sentimetra frá andlitinu. Forsvarsmenn flugfélaganna vita mætavel að farþegar vilja forðast þess háttar þrengsli og bjóða því meira bil milli sæta á dýrari farrýmum. Hjá lággjaldaflugfélögum býðst svo fólki að borga aukalega fyrir sæti þar sem fótaplássið er meira en annars staðar í vélinni. Þeir sem ætla hins vegar ekki að borga þúsundir króna, ef ekki tugþúsundir, fyrir meira rými geta hér séð hversu mikið bilið er að lágmarki á milli sætaraðanna í flugvélunum sem fljúga til og frá Íslandi á næstunni. Þess ber að geta að stundum er bilið á milli sætaraða meira en í töflunni er stuðst við upplýsingar um lágmarks sætabil hjá hverju flugfélagi fyrir sig.