Flugverðið til London, Kaupmannahafnar og Óslóar í apríl og júní

cph amalienborg ty stange

Það er verulegur munur á farmiðum flugfélaganna sem fljúga til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs. Það er verulegur munur á farmiðum flugfélaganna sem fljúga til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs.
Af þeim öllum þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavíkurflugvelli þá er umferðin mest til London og svo koma Kaupmannahöfn og Ósló. Túristi hefur frá því í ársbyrjun 2012 og síðan þá hefur ferðunum fjölgað til þessara staða og flugfélögunum líka. Í haust hóf British Airways til að mynda að fljúga hingað frá Heathrow í London og á morgun fer SAS jómfrúarferð sína hingað frá Kaupmannahöfn.
Þeir sem hafa hugsað sér að kaupa flugmiða til þessara borga sjá hér hvernig fargjöldin eru hjá hverju félagi fyrir sig ef flogið er innan vikunnar. easyJet og WOW bjóða lægsta farið til London, WOW er líka hagstæðast ef ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar og sem fyrr er Norwegian ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til Óslóar. Ferðir félaganna eru hins vegar mismargar innan vikunnar og flugtímarnir líka. Ódýrustu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Óslóar eftir 4 og 12 vikur*.

 

Vika 16 (18.-24.apríl)

Vika 24 (13.-19.júní)

London:

 

 

British Airways

43.215 kr.

73.265 kr.

easyJet

24.103 kr.

39.842 kr.

Icelandair

44.015 kr.

53.165 kr.

WOW air

28.995 kr.

37.995 kr.

Kaupmannahöfn:

 

 

Icelandair

42.935 kr

31.885 kr.

SAS

42.415 kr.

52.405 kr.

WOW air

28.995 kr.

35.995 kr.

Ósló:

 

 

Icelandair

45.355 kr.

38.205 kr.

Norwegian

22.657 kr.

34.970 kr.

SAS

37.455 kr.

42.805 kr.

*Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.