Hægagangurinn á Djúpavogi lofaður í Guardian

djupivogur

„Bærinn þar sem Coca-Cola og bensínstöðvarskilti eru bönnuð“. Blaðamaður eins útbreiddasta dagblaðs Bretlands fer fögrum orðum um hina einu íslensku „Cittaslow“.
Fyrir þremur árum síðan varð Djúpivogur hluti af Cittaslow samtökunum sem er afsprengi Slowfood-hreyfingarinnar þar sem m.a. er lögð áhersla á mikilvægi matarmenningar og uppruna matvæla. Markmið Cittaslow er, samkvæmt heimasíðu Djúpavogshrepps, að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám og heiðra þess í stað sérstöðu, vitund og sjálfbærni. Djúpavogur er eini fulltrúi Íslands á lista Cittaslow sem telur hátt í tvö hundruð sveitarfélög í þrjátíu löndum. Þar af hafa níu aðrir norrænir bæir staðist inntökuskilyrði hreyfingarinnar. 
Blaðamaður dagblaðsins Guardian átti nýverið leið um Austurland og fjallar um ferðalag sitt í blaðinu og á heimasíðu þess í dag. Það er skemmst frá því að segja að hin íslenska „Cittaslow“ fær jákvæða umsögn en í greininni má líka finna gagnrýni á þá ferðalanga sem hafa lagt illa búnir í hálendisferðir um Ísland eða rifið upp mosa til að mýkja botninn í tjaldinu sínu.
Sjá grein Guardian

SMÁAUGLÝSINGAR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR: Húsnæði við Keflavíkurflugvöll til leigu