Maldíveyjar – myndasýning

maldives

Heimamenn og náttúran eru í aðalhlutverki í umfjöllun Ignant um Maldíveyjar.
Hækkun yfirborðs sjávar er mikil ógn fyrir Maldíveyjar, fámennasta og minnsta land Asíu. Þessi eyjaklasi út Indlandshafi hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks en þar sem landið rís ekki hátt upp úr sjónum þá er útlit fyrir að hlýnun jarðar muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Maldíveyjar. Útsendarar vefritsins Ignant voru nýlega á ferðalagi um eyjaríkið og festu á filmu líf hins venjulega eyjaskeggja og svo hina fallegur strandir sem landið er þekkt fyrir. Hér fyrir neðan má sjá myndband og á heimsíðu Ignant má sjá myndir.

On the road – Maldives from iGNANT on Vimeo.