Ódýrustu páskaflugin ef þú bókar í dag

paris Ile de la cite

Ertu að spá í að nota rauðu dagana í kringum næstu helgi til að bregða þér til útlanda? Ertu að spá í að nota rauðu dagana í kringum næstu helgi til að bregða þér til útlanda?
Það er fimm daga frí framundan hjá hefðbundnu daglaunafólki og tölurnar sýna að fjölmargir Íslendingar nýta páskana til að ferðast til annarra landa. Fargjöldin á þessum tíma eru því ofar en ekki há og sérstaklega núna þegar örstutt er í fríið. Það má hins vegar finna nokkra flugmiða á sæmilega hagstæðu verði fyrir þá sem vilja út í vikunni en hafa ekki bókað far. Túristi hefur skannað markaðinn og hér eru ódýrustu fargjöldin sem fundust en vert er að hafa í huga að í öllum tilfellum þarf að borga aukalega fyrir farangur.

Bristol: 27.484 kr.
Þota easyJet leggur í hann í hádeginu á skírdag og lent klukkan níu á þriðjudagsmorgun þannig að farþeginn kemur aðeins of seint til vinnu. 

Dublin: 36.997 kr.
WOW air leggur í hann til höfuðborgar Írlands að morgni föstudagsins langa og komið heim á öðrum degi páska. 

Gdansk: 37.956 kr.
Út á föstudagskvöld og heim að kveldi mánudags með Wizz air.

Berlín: 44.997 kr.
Út að morgni skírdags með WOW air og komið heim á páskadag.

París: 50.997 kr.
Til borgar ljósanna með WOW air í morgunsárið á fimmtudag og heim á annan í páskum.

Barcelona: 59.324 kr.
Flogið út með Vueling í kringum miðnætti á skírdag og lent á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudagsins 29. mars.

Þeir sem ætla út með svona stuttum fyrirvara geta oft fundið sérkjör á gistingu eins og hér má sjá.