Fjölgun flugfélaga og miklu fleiri ferðir til og frá landinu. Fjölgun flugfélaga og miklu fleiri ferðir til og frá landinu.
Farnar voru 1016 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og fjölgaði þeim um 252 frá sama tíma í fyrra. Nemur aukningin um 32 prósentum en hluti af skýringunni liggur í þeim 36 ferðum sem voru á dagskrá á hlaupaársdaginn. Ellefu flugfélög buðu upp á reglulegar ferðir til og frá Keflavíkurflugi en til samanburðar voru þau aðeins sex talsins í febrúar árið 2013. Þá stóð Icelandair undir ríflega 8 af hverjum 10 ferðum en vægi félagsins er núna innan við sextíu prósent eins og sjá má á kökuritinu hér fyrir neðan.
Þriðjungi fleiri flugferðir í febrúar
