Þriðja hver ferð til Bretlands

london louis llerena

Bretar eru fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi yfir vetrarmánuðina og í febrúar nær fjöldi þeirra hámarki eins og sést á flugáætluninni. Bretar eru fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi yfir vetrarmánuðina og í febrúar nær fjöldi þeirra hámarki eins og sést á flugáætluninni.
Að jafnaði voru farnar 12 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli til Bretlands í síðasta mánuði sem er aukning um tvær ferðir frá febrúar í fyrra. Flogið var til sjö breskra borga líkt og þá en umferðin jókst um fimmtung milli ára og munar þar mestu um nýtt áætlunarflug British Airways hingað frá Heathrow í London og fjölgun ferða til Manchester en þangað fljúga easyJet og Icelandair. Í heildina nam umferðin til Bretlands í febrúar 34 prósentum af öllu farþegaflugi frá Keflavíkurflugvelli en næst oftast var flogið til Bandaríkjanna eða í fimmtungi tilfella samkvæmt daglegum talningum Túrista.
Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá er London sá áfangastaður sem oftast er flogið til og til að mynda var boðið upp á fleiri ferðir þangað í febrúar en til Bandaríkjanna. Höfuðborgir Skandinavíu eru sem fyrr áberandi á listanum yfir þær tíu borgir sem oftast koma fyrir í flugáætlun flugfélaganna hér á landi.