Vinalegustu borgirnar í Kanada

kanada fani

Mörgum íbúum Bandaríkjanna líst ekkert á forsetaframbjóðendurna og eru farnir að huga að flutningi til nágrannanna í norðri.
Eftir að línur fóru að skýrast í forkosningunum vestanhafs hefur það færst mjög í vöxt að Bandaríkjamenn leiti á Google eftir upplýsingum um hvernig þeir geti hafið nýtt líf í Kanada. Er þessi aukning helst rakin til sigra Donald Trump í hverju fylkinu á fætur öðru samkvæmt grein ferðaritsins Conde Nast Traveler. Blaðamenn þar á bæ hafa því útbúið lista yfir þær tíu borgir í Kanada sem þeim þykja vinalegastar og fýsilegastar til búsetu fyrir Bandaríkjamenn sem deila ekki lífsskoðunum Trump.
Þess má geta að fjórar af þessum borgum eru hluti að leiðakerfi flugfélaganna hér á landi. Icelandair er eitt um flugið til Vancouver og Halifax sem eru í verðlaunasætum á lista Conde Nast Traveler en svo fljúga bæði Icelandair og WOW til Montréal og Toronto, tveggja fjölmennustu borga landsins.

Vinalegustu borgir Kanada

  1. Victoria
  2. Vancouver
  3. Halifax
  4. Quebec City
  5. Saint John
  6. Calgary
  7. Ottawa
  8. Toronto
  9. Winnipeg
  10. Montréal