Vinningshafarnir í ferðaleik Germania og Túrista

germania bremen

Tveir heppnir þátttakendur fengu flugmiða fyrir tvo til Þýskalands í sumar. Tveir heppnir þátttakendur fengu flugmiða fyrir tvo til Þýskalands í sumar.
Í sumar mun þýska flugfélagið Germania í fyrsta skipti bjóða upp á áætlunarflug hingað til lands. Af því tilefni efndi Germania, í samstarfi við Túrista, til ferðaleiks þar sem í boði voru flugmiðar til þeirra tveggja þýsku borga sem félagið flýgur frá til Íslands. Til að eiga möguleika á vinningi þurftu þátttakendur að finna út hvaða tvær borgir þetta eru og rétt svar er Bremen og Friedrichshafen. Það bárust ríflega þrjú þúsund svör í leiknum og langflest voru þau rétt. Vinningshafarnir voru þau Eiríkur Rafn Rafnsson og Anna Lovísa Daníelsdóttir og óskar Túristi þeim góðrar ferðar til Þýskalands þegar að því kemur.
Germania er eina flugfélagið sem flýgur héðan til Bremen og Friedrichshafen og kosta ódýrustu miðarnir innan við 8 þúsund krónur, aðra leið.