Breyttar merkingum á brottfararhliðum

Hér eftir leggja flugvélarnar á Keflavíkurflugvelli upp að hliðum sem sem merkt eru með bókstöfum og litum en ekki bara tölustöfum eins og áður tíðkaðist. Hér eftir leggja flugvélarnar á Keflavíkurflugvelli upp að hliðum sem sem merkt eru með bókstöfum og litum en ekki bara tölustöfum eins og áður tíðkaðist.
Áður en suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekin í notkun voru þar aðeins sex brottfararhlið og þau aðgreind með tölunum 1 og upp í 6. Síðan þá hafa hliðin sem bæst hafa við einnig fengið sína tölustafi. Í byrjun þessa mánaðar var hins vegar tekið upp nýtt kerfi í flugstöðinni og framvegis verða hliðin aðgreind með litum auk bókstafa og talna. Ráðast merkingarnar af því hvort farþegaþotan er á leið til áfangastaðar innan eða utan Schengen svæðisins. Þeir sem eru fljúga til innan svæðisins fara þá að hliðum sem merkt eru A eða C en D hliðin eru fyrir áfangastaði sem ekki eru með í vegabréfasamstarfinu. Elstu hliðin sex eru því núna merkt A11 til A16.

Skipulag til framtíðar

„Leiðbeiningakerfið er hugsað til lengri tíma og mun falla vel að framtíðaruppbyggingu samkvæmt þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Þar segir jafnframt að í þróunaráætluninni sé gert ráð fyrir nýjum brottfararhliðum til austurs og vesturs frá norðurbyggingu og að að þau verði merkt A og B á meðan hliðin í suðurhluta flugstöðvarinnar beri bókstafina C og D.isavia nyjar merkingar