Flugferðunum fjölgar til allra vinsælustu áfangastaðanna

london Jethro Stebbings

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði aukist um tvo þriðju á tveimur árum. Flugumferð um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði aukist um tvo þriðju á tveimur árum.
Í mars árið 2014 voru að jafnaði farnar um 25 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli en þær voru að meðaltali 40 í síðasta mánuði. Aukningin á milli þessara tveggja marsmánuða nemur nærri tveimur þriðju og er þetta enn eitt dæmið um gífurlega hraðan vöxt í flugi til og frá landinu. Aukningin er ekki bundin við flug til nokkurra áfangastaða heldur nær hún til flestra þeirra flugleiða sem starfræktar eru frá Keflavíkurflugvelli eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þar má sjá hvernig ferðunum hefur fjölgað til þeirra tíu borga sem oftast var flogið til frá Íslandi í mars síðastliðnum. Hlutfallslega er aukningin mest í flugi til Boston og Washington en þangað hóf WOW air flug sl. vor. 
Það að páskarnir voru fyrr á ferðinni í ár skýrir aðeins brot af þessari aukningu því þó margir nýti frídagana í kringum páskahelgina til að ferðast þá fjölgar áætlunarferðum á þeim tíma ekki. Hins vegar eykst leiguflug alla jafna á þeim tíma en í útreikningum Túrista er aðeins horft til reglulegs flugs.