Aldrei fleiri flugfélög í mars

fle 860

Sumaráætlun flugfélaganna hófst um síðustu helgi og þar með fjölgaði flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli. Sumaráætlun flugfélaganna hófst um síðustu helgi og þar með fjölgaði flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli.
Þrettán flugfélög buðu upp á áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í mars og hafa þau ekki fyrr verið svo mörg á þessum tíma árs. Munar þar um að páskarnir voru í lok mánaðar og þá hófst líka sumardagskrá flugfélaganna. Við það bættust við nokkrar ferðir en einnig hefur áhrif að Delta hóf Íslandsflug sitt í ár fyrr en vanalega.

Áfram þau stærstu

Þrátt fyrir fjölgun flugfélaga og ferða þá eru það eftir sem áður sömu fimm flugfélögin sem eru á listanum yfir umsvifamestu flugfélögin hér á landi í marsmánuði. Hins vegar verður vægi flugfélaganna sem ekki eru á topplistanum sífellt hærra og hlutdeild Icelandair dregst saman á milli ára. Í mars árið 2014 stóð félagið undir um 72 prósent allra áætlunarferða frá Keflavíkurflugvelli en tveimur árum síðar er vægi félagsins um 14 prósentustigum lægra eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Tölurnar byggja á daglegum talningum Túrista á flugumferð um Keflavíkurflugvöll.