Fjöldi gististaða á Suðurnesjum margfaldast

blaalonid Jeff sheldon

Nýskráðum gistiheimilum og hótelum suður með sjó hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Árið 2004 voru sjö gististaðir skráðir á Suðurnesjum, haustið 2013 voru þeir 35. Núna eru þeir 70. Nýskráðum gistiheimilum og hótelum suður með sjó hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Árið 2004 voru sjö gististaðir skráðir á Suðurnesjum, haustið 2013 voru þeir 35. Núna eru þeir 70.
Áður fyrr gistu erlendir ferðamenn á Suðurnesjum að jafnaði í eina nótt á svæðinu en eru núna farnir að dvelja í tvær til sjö nætur. Einnig færist í vöxt að Íslendingar á leið í morgunflug sofi nóttina fyrir brottför á gistiheimili í nágrenni við Leifsstöð og geymi bílinn við næturstaðinn á meðan dvalið er erlendis og nýti sér ókeypis skutlþjónustu til og frá flugvelli. Þetta kemur fram í fréttaskýringu RÚV um þær miklu breytingar sem hafa orðið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Haft er eftir Þuríði Halldóru Aradóttur, forstöðumanni Markaðsstofu Reykjaness, að nýskráðum gistiheimilum og hótelum hafi fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Árið 2004 voru sjö gististaðir skráðir á Suðurnesjum, haustið 2013 voru þeir 35 og núna eru þeir 70. Nýskráðum gistiheimilum fjölgaði um 80% á síðasta ári og útlit er fyrir frekari fjölgun á þessu ári. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum og Vesturlandi á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Allir fá vinnu

Þessi mikla fjölgun gististaða hefur margfeldisáhrif inn í samfélagið á Suðurnesjum samkvæmt frétt RÚV. Veitingastaðir spretta upp og ýmis önnur þjónusta og staðan á vinnumarkaði hafi snarbatnað á örfáum árum. Atvinnuleysi mældist 14% á Suðurnesjum fyrir örfáum árum og var atvinnuástandið þar hið versta á landinu. Nú sé staðan breytt. Atvinnuleysi mælist 3% og í raun fái allir vinnu sem það vilja. 
Sjá ítarlega fréttaskýringu um áhrif ferðamannastraumsins á lífið suður með sjó á vef RÚV.

Opnar lággjaldahótel

í vikunni kynnti Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, að í sumar myndi félag í hans eigu opna gistiheimili í tveimur blokkum á gamla varnarliðssvæðinu. Þar mun megináherslan verða lög á ferðamenn sem stoppa stutt á landinu og þá sem eru á leið í morgunflug og vilja gista í nálægð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.