Samfélagsmiðlar

Mjög dræm þátttaka í útboði á farmiðum ráðuneytanna

flugvel john cobb

Aðeins WOW air skilaði inn tilboði í báða flokka útboðs Ríkiskaupa á farmiðakaupum stjórnarráðsins. Erlendu flugfélögunum snérist hugur. Aðeins WOW air skilaði inn tilboði í báða flokka útboðs Ríkiskaupa á farmiðakaupum stjórnarráðsins. Erlendu flugfélögunum snérist hugur.
Um miðjan febrúar var auglýst eftir tilboðum í öll farmiðakaup Stjórnarráðsins og var þetta í fyrsta sinn í fimm ár sem hið opinbera býður út kaup sín á flugsætum. Þá skiluðu Iceland Express og Icelandair inn tilboðum en útlit var fyrir mun meiri þátttöku að þessu sinni því forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga höfðu lýst yfir áhuga líkt og Túristi greindi frá. Tilboð voru opnuð í síðustu viku og þá kom í ljós að aðeins Icelandair og WOW höfðu sent inn erindi en ekkert barst að utan þrátt fyrir að umsvif erlendra flugfélaga hér á landi séu miklu meiri í dag en þau voru þegar síðasta útboð var haldið í ársbyrjun 2011.

Krafa um símaþjónustu á íslensku

Stærsta flugfélag Norðurlanda, SAS, flýgur daglega héðan til Kaupmannahafnar og Óslóar og frá þessum tveimur flugvöllum býður félagið upp á áætlunarflug til fjöldamargra áfangastaða í Evrópu og Asíu. Anna Nielsen, talskona SAS, segir aðspurð að flugfélagið hafi upphaflega haft áhuga á útboðinu en erfitt hafi verið að koma til móts við kröfurnar sem gerðar voru í útboðslýsingunni. Þess vegna hafi það ekki verið áhugavert viðskiptalega að senda inn tilboð. Bendir hún til að mynda á að krafa hafa verið gerð um neyðarþjónustu allan sólarhringinn á íslensku. Andy Cockburn, upplýsingafulltrúi easyJet, segir að félagið hefði einnig haft áhuga en vill ekki fara nánar út í ástæður þess að félagið skilaði engu tilboði.
– Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var kröfunni um íslenska símaþjónustu breytt eftir að útboðsgögn voru kynnt. Þá var flugfélögum gefið frjáls val um símaþjónustu á ensku eða íslensku. Þær upplýsingar virðast ekki hafa ratað til forsvarsmanna SAS.

Útboðið féll um sjálft sig

Forsvarsmenn WOW air hafa lengi þrýst á um nýtt útboð á flugsætum fyrir hið opinbera og í fyrra úrskurðaði kærunefnd útboðsmála að farmiðakaup ríkisins væru það umfangsmikil að leita skyldi tilboða í þau á ný. Svanhvít Friðriksdóttir, talskona WOW, segir það mat stjórnenda flugfélagsins að nýafstaðið útboð hafi ekki verið í samræmi við þennan úrskurð kærunefndar því þar hafi verið gerð krafa um útboð á öllum farseðlakaupum ríkisins en ekki aðeins fyrir ráðuneytin. Hjá WOW air var einnig óánægja með ósk um afsláttarkjör í útboðslýsingunni. „WOW air óskaði eftir því að aðeins yrði leitast eftir föstu verði í farmiða þar sem við teljum það mun gagnsærra en fastir afslættir,” segir Svanhvít.
Hún telur að skýringin á því að fleiri flugfélög skiluðu ekki inn tilboði gæti verið krafan um verð í flugmiða til Brussel, Kaupmannahafnar og Parísar. „Það er aðeins eitt flugfélag sem uppfyllir þau skilyrði og því féll þetta útboð í raun um sjálft sig í fyrstu,” segir Svanhvít og vísar þar í að eingöngu Icelandair flýgur til borganna þriggja en WOW aðeins til Kaupmannahafnar og Parísar.
Þrátt fyrir það þá skiluðu forsvarsmenn Icelandair ekki inn tilboði í þennan hluta útboðsins samkvæmt tilkynningu á vef Ríkiskaupa. Þar segir jafnframt að kostnaðaráætlun vegna farmiðakaupa í fyrri flokknum hljómi upp á 17 milljónir króna en samkvæmt upplýsingum Túrista frá fjármálaráðuneytinu var útboðið í heild sinni hins vegar mun viðameira
Bæði íslensku félögin sendu inn tilboð í seinni hluta útboðsins þar sem óskað var eftir föstum afslætti í flug til ofangreindra þriggja borga auk Stokkhólms, Oslóar, London, Helsinki, New York, Washington og Genfar.

Geta ekki tjá sig

Túristi hefur óskað eftir viðbrögðum frá Ríkiskaupum og fjármálaráðuneytinu við lítilli þátttöku í útboðinu en í svari ráðuneytisins segir að á meðan útboðið er enn í vinnslu þá sé ekki hægt að svara fyrirspurnum sem það varða. Ráðuneytið mun hins vegar senda út tilkynningu þegar þeirri vinnu er lokið.
Líkt og Túristi hefur greint frá þá verður innleitt nýtt verklag í kjölfar útboðsins og munu þá öll farmiðakaup færast frá ráðuneytunum sjálfum yfir í rekstrarfélag Stjórnarráðsins þar sem þjálfaður verður upp starfsmaður í bókun farseðla.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …