Samfélagsmiðlar

Mjög dræm þátttaka í útboði á farmiðum ráðuneytanna

flugvel john cobb

Aðeins WOW air skilaði inn tilboði í báða flokka útboðs Ríkiskaupa á farmiðakaupum stjórnarráðsins. Erlendu flugfélögunum snérist hugur. Aðeins WOW air skilaði inn tilboði í báða flokka útboðs Ríkiskaupa á farmiðakaupum stjórnarráðsins. Erlendu flugfélögunum snérist hugur.
Um miðjan febrúar var auglýst eftir tilboðum í öll farmiðakaup Stjórnarráðsins og var þetta í fyrsta sinn í fimm ár sem hið opinbera býður út kaup sín á flugsætum. Þá skiluðu Iceland Express og Icelandair inn tilboðum en útlit var fyrir mun meiri þátttöku að þessu sinni því forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga höfðu lýst yfir áhuga líkt og Túristi greindi frá. Tilboð voru opnuð í síðustu viku og þá kom í ljós að aðeins Icelandair og WOW höfðu sent inn erindi en ekkert barst að utan þrátt fyrir að umsvif erlendra flugfélaga hér á landi séu miklu meiri í dag en þau voru þegar síðasta útboð var haldið í ársbyrjun 2011.

Krafa um símaþjónustu á íslensku

Stærsta flugfélag Norðurlanda, SAS, flýgur daglega héðan til Kaupmannahafnar og Óslóar og frá þessum tveimur flugvöllum býður félagið upp á áætlunarflug til fjöldamargra áfangastaða í Evrópu og Asíu. Anna Nielsen, talskona SAS, segir aðspurð að flugfélagið hafi upphaflega haft áhuga á útboðinu en erfitt hafi verið að koma til móts við kröfurnar sem gerðar voru í útboðslýsingunni. Þess vegna hafi það ekki verið áhugavert viðskiptalega að senda inn tilboð. Bendir hún til að mynda á að krafa hafa verið gerð um neyðarþjónustu allan sólarhringinn á íslensku. Andy Cockburn, upplýsingafulltrúi easyJet, segir að félagið hefði einnig haft áhuga en vill ekki fara nánar út í ástæður þess að félagið skilaði engu tilboði.
– Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var kröfunni um íslenska símaþjónustu breytt eftir að útboðsgögn voru kynnt. Þá var flugfélögum gefið frjáls val um símaþjónustu á ensku eða íslensku. Þær upplýsingar virðast ekki hafa ratað til forsvarsmanna SAS.

Útboðið féll um sjálft sig

Forsvarsmenn WOW air hafa lengi þrýst á um nýtt útboð á flugsætum fyrir hið opinbera og í fyrra úrskurðaði kærunefnd útboðsmála að farmiðakaup ríkisins væru það umfangsmikil að leita skyldi tilboða í þau á ný. Svanhvít Friðriksdóttir, talskona WOW, segir það mat stjórnenda flugfélagsins að nýafstaðið útboð hafi ekki verið í samræmi við þennan úrskurð kærunefndar því þar hafi verið gerð krafa um útboð á öllum farseðlakaupum ríkisins en ekki aðeins fyrir ráðuneytin. Hjá WOW air var einnig óánægja með ósk um afsláttarkjör í útboðslýsingunni. „WOW air óskaði eftir því að aðeins yrði leitast eftir föstu verði í farmiða þar sem við teljum það mun gagnsærra en fastir afslættir,” segir Svanhvít.
Hún telur að skýringin á því að fleiri flugfélög skiluðu ekki inn tilboði gæti verið krafan um verð í flugmiða til Brussel, Kaupmannahafnar og Parísar. „Það er aðeins eitt flugfélag sem uppfyllir þau skilyrði og því féll þetta útboð í raun um sjálft sig í fyrstu,” segir Svanhvít og vísar þar í að eingöngu Icelandair flýgur til borganna þriggja en WOW aðeins til Kaupmannahafnar og Parísar.
Þrátt fyrir það þá skiluðu forsvarsmenn Icelandair ekki inn tilboði í þennan hluta útboðsins samkvæmt tilkynningu á vef Ríkiskaupa. Þar segir jafnframt að kostnaðaráætlun vegna farmiðakaupa í fyrri flokknum hljómi upp á 17 milljónir króna en samkvæmt upplýsingum Túrista frá fjármálaráðuneytinu var útboðið í heild sinni hins vegar mun viðameira
Bæði íslensku félögin sendu inn tilboð í seinni hluta útboðsins þar sem óskað var eftir föstum afslætti í flug til ofangreindra þriggja borga auk Stokkhólms, Oslóar, London, Helsinki, New York, Washington og Genfar.

Geta ekki tjá sig

Túristi hefur óskað eftir viðbrögðum frá Ríkiskaupum og fjármálaráðuneytinu við lítilli þátttöku í útboðinu en í svari ráðuneytisins segir að á meðan útboðið er enn í vinnslu þá sé ekki hægt að svara fyrirspurnum sem það varða. Ráðuneytið mun hins vegar senda út tilkynningu þegar þeirri vinnu er lokið.
Líkt og Túristi hefur greint frá þá verður innleitt nýtt verklag í kjölfar útboðsins og munu þá öll farmiðakaup færast frá ráðuneytunum sjálfum yfir í rekstrarfélag Stjórnarráðsins þar sem þjálfaður verður upp starfsmaður í bókun farseðla.

Nýtt efni

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …