Samfélagsmiðlar

Allir íbúar verði að gefa leyfi fyrir ferðamannagistingu

reykjavik vetur

Dómur sem féll í vikunni gæti hugsanlega haft veruleg áhrif á gistimarkaðinn hér á landi. Dómur sem féll í vikunni gæti hugsanlega haft veruleg áhrif á gistimarkaðinn hér á landi.
Óheimilt er að reka gististað í fjölbýlishúsi án samþykkis allra félagsmanna í húsfélaginu samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsatvik eru þau að húseigendafélag fjölbýlishúss í Skuggahverfi stefndi eigendum þriggja íbúða í eigninni sem leigðar eru út til ferðamanna allt árið um kring. Vildu aðrir íbúar hússins meina að séreign þess væri ætluð til íbúðar en ekki atvinnureksturs og þess háttar nýting valdi ónæði. Gestirnir staldri stutt við og hafi þar með enga ábyrgðartilfinningu fyrir eigninni og séu ekki bundnir af félagslegum skyldum og tillitssemi við nágranna sína. Í stuttu máli sagt þá tók dómarinn undir kröfur íbúanna og verða eigendur hótelíbúðanna því að fá samþykki frá öðrum eigendum fyrir starfsemi sinni.

Lögfræðingar Reyjavíkurborgar skoða málið

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gerði dóminn að umtalsefni á Facebook síðu sinni í vikunni og sagði að áhrif hans gætu orðið umtalsverð verði honum ekki hnekkt. „Mér sýnist dómurinn geta haft veruleg áhrif á réttarstöðu einstaklinga til að sporna við því að íbúðum í fjölbýlishúsum, þar sem þeir búa, sé breytt í gististaði fyrir ferðamenn.“ Borgarstjóri bætti því við að dómurinn gæti til að mynda unnið gegn því að ferðamannagisting ýti út íbúðarhúsnæði á stórum svæðum í borginni. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar rýna nú í dóminn samkvæmt Facebook-færslu borgarstjóra en eins og áður segir þá liggur ekki fyrir hvort honum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Airbnb stærra en íslensku hótelkeðjunnar

Mikill vöxtur hefur orðið í útleigu á íbúðum til ferðamanna hér á landi síðustu ár og til að mynda hefur fjöldi íslenskra gistikosta á skrá Airbnb tvöfaldast síðastliðið ár. Á skrá fyrirtækisins eru í dag um fjögur þúsund gistirými hér á landi sem er meira en samanlagður herbergjafjöldi á þremur stærstu hótelkeðjum landsins. Miðað við íbúafjölda þá er Airbnb mörgum sinnum umsvifameira á Íslandi en í nágrannalöndunum.

Íslensk skattayfirvöld í sambandi við leigumiðlara

Umsvif Airbnb aukast ekki aðeins hratt hér á landi og víða um heim reyna yfirvöld að takmarka útbreiðslu Airbnb og álíka fyrirtækja. Ástæðan er meðal annars sú að nágrannar íbúðanna verða fyrir ónæði og eins er talið að ferðamannagisting valdi hækkun á leigu og fasteignaverði. Einnig er hefur verið sýnt fram á að víða hafa leigusalar ekki tilskilin leyfi eða standa skil á opinberum gjöldum. Það er t.d. reynsla yfirvalda í París sem hafa nýlega skikkað Airbnb til að innheimta gistináttagjald af gestum sínum í stað þess að láta leigusalana sjálfa gera það. Eins og Túristi greindi nýverið frá þá hafa skattayfirvöld hér á landi sett sig í samband við fyrirtæki eins og Airbnb og önnur álíka til að tryggja að réttir skattar og gjöld séu greidd af viðskiptunum hér á landi.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …